Segir Manhunt 2 vera listaverk 22. júní 2007 15:31 Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins. Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Take-Two studio, útgefandi leiksins, hefur einnig staðið á bak við umdeilda leiki eins og Grand Theft Auto og Bully. Talsmenn Take-Two hafa nú ákveðið að fresta útgáfu Manhunt 2, sem átti að koma út þann 10. júlí. Þetta er gert á meðan sú staða sem upp hefur komið er metin. „Við stöndum heilshugar á bak við þennan stórmerkilega leik. Við trúum á frelsi skapandi tjáningar, sem og skynsamlega markaðssetningu. Báðir þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir viðskipti okkar og til þess að gera frábært afþreyingarefni," segir í tilkynningu frá Take-Two. Í Manhunt 2 skellir leikmaðurinn sér í hlutverk strokumanns af geðveikrahæli sem myrðir óvini sína með margskonar tækjum og tólum. Á milli morða reynir hann að komast að afdrifum fjölskyldu sinnar. Strauss Zelnick, formaður Take-Two, hefur látið hafa eftir sér að hann telji Manhunt 2 listaverk sem hann styðji af fullum hug. Fáir möguleikar eru nú í stöðunni fyrir Take-two. Á meðal þeirra væri að hætta við leikinn, að gefa hann út í núverandi mynd en aðeins fyrir heimilistölvur (sem snarminnkar tekjur) eða breyta efni leiksins.
Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira