Viðskipti innlent

Vilja 25 prósent í OMX

Kauphöll Íslands, sem heyrir undir OMX-samstæðuna.
Kauphöll Íslands, sem heyrir undir OMX-samstæðuna.

Kauphöllin í Dubaí er enn að þreifa fyrir sér með kaup á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX og greindi frá því í dag að hún ætli að tryggja sér allt að fjórðung í henni. OMX-samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum.

Fyrirtækið býður 230 sænskar krónur á hlut fyrir bréfin en það er 29 sænskum krónum meira en yfirtökutilboð Nasdaq í OMX-samstæðuna hljóðaði upp á í maí síðastliðnum, að sögn viðskiptablaðsins Financial Times í dag. Blaðið segir talsmann kauphallarinnar í Dubaí hvorki vilja tjá sig um það hvort yfirtökutilboð í OMX sé í farvatninu eða hvort fyrirtækið sjái einungis hag í því að festa sér hlut líkt og það hefur gert í öðrum kauphöllum víða um heim.

Gengi bréfa í OMX hækkaði um tæp sex prósent í kjölfar fréttanna og stendur nú í 229,5 sænskum krónum á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×