Viðskipti innlent

Mikil lækkun í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Úrvalsvísitalan lækkaði um þrjú prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni nú klukkan tíu og stendur nú í 8.032 stigum. Þetta er í takt við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en lækkanir í Asíu og Evrópu hafa verið á svipuðu róli.

Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum hafa lækkað mikið í dag en gengi þeirra hefur verið á mikilli hreyfingu. Gengi bréfa í Exista fór niður um 6,4 prósent stuttu eftir opnun viðskipta en gengi bréf í öðrum fjármálafyrirtækjum um tvö prósent og meira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×