Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum 10. ágúst 2007 11:03 Inga María Guðmundsdóttir. Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar. Síðan er svokölluð tenglasíða, en þar geta krakkar fundið alls kyns tölvuleiki sem kalla má dúkkulísuleiki og ganga út á að klæða alls kyns fígúrur í föt. Hugmyndin að síðunni kviknaði hjá Ingu Maríu árið 1998 þegar hún var heima við í veikindafríi. „Þetta byrjaði þegar ég var að leita að tölvuleikjum á Netinu fyrir litla frænku mína, sem er reyndar ekki lítil lengur," segir Inga María í samtali við Vísi. Í tekjublaði Mannlífs er greint frá því að Inga María hafi tvær milljónir króna í mánaðartekjur. Hún vildi ekki fara nánar út í þá sálma en segir þó að þetta sé góð tekjulind. „Þetta gengur alltaf betur og betur og það er hægt að hafa mjög góðar tekjur af þessu," segir Inga María en auglýsingar á síðunni eru í gegnum Google AdWords. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Ingu Maríu þegar kemur að tekjuöflun í gegnum síðuna er sú staðreynd að síðan er gríðarlega vinsæl en heimsóknir á síðuna í hverjum mánuði telja um sjö milljónir og flettingar eru um 40 milljónir, að sögn Ingu. „Þegar svona margir fara í gegn hjá manni þá safnast þetta saman, en ég fæ borgað í hvert skipti sem einhver gestur les auglýsingu á síðunni." Inga María segir að í dag séu fjölmargar síður á Netinu í svipuðum dúr og hennar. „En ég var fyrst með þetta og nýt góðs af því." Umstangið í kringum síðuna var í fyrstu bara áhugamál hjá Ingu Maríu en í dag er þetta orðin hennar aðalvinna. Hún þarf að uppfæra hana reglulega og bæta við nýjum leikjum á hverjum degi. „Ég er í hálfu starfi á bókasafninu á Ísafirði því ég get eiginlega ekki hugsað mér að sitja ein fyrir framan tölvuna allan daginn."Inga María fær einnig mikið af ábendingum frá notendum síðunnar um leiki sem vert væri að tengja inn á. „Sumar ábendingar koma meira að segja frá íslenskum krökkum sem gera sitt besta til að tjá sig á ensku við mig og hafa ekki hugmynd að ég er Íslendingur," segir Inga. Síðan hefur ávallt verið á ensku og segir Inga að stærsti hluti notenda sé frá Bandaríkjunum en síðan er vistuð í Kanada. Inga segist ekki vera með nein frekari áform um útþenslu í Netheimum á prjónunum. „Ég læt þetta nú duga held ég. Þó er ég farin að búa til leiki sjálf og ég lauma þeim inn á síðuna af og til," segir bókasafnsfræðingurinn og heimasíðudrottningin Inga María Guðmundsdóttir að lokum.Hér má sjá heimasíðu Ingu Maríu.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira