Viðskipti innlent

Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar

Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hagnaðist um 2,8 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins.
Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn hagnaðist um 2,8 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Mynd/E.Ól.

Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs.

Eignir sjóðsins námu 570,2 milljörðum króna í lok júní en voru 542,1 milljarður í byrjun árs.

Í tilkynningu frá sjóðnum segir að eiginfjárhlutfallið sé reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja en langtímatakmark sjóðsins sé að hlutfallið verði yfir 5,0 prósentum.

Árshlutauppgjör Íbúðalánasjóðs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×