Viðskipti innlent

Gengi Landsbankans í hæstu hæðum

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Gengi bréfa í bankanum hefur aldrei verið hærra en nú.
Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Gengi bréfa í bankanum hefur aldrei verið hærra en nú. Mynd/GVA

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,18 prósent við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur hún í 8.294 stigum. Hækkunin er í takti við þróun á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag. Landsbankinn leiðir hækkunina hér en gengi bréfa í bankanum hækkaði um 1,22 prósent. Það stendur nú í 41,45 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á móti lækkaði gengi 365 um 3,16 prósent. Það stendur í 2,67 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Til samanburðar hækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um 1,47 prósent, hin þýska Dax-vísitala um 1,57 prósent og franska Cac-40 vísitalan um 1,25 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×