Wii trónir á toppnum 7. september 2007 17:54 Wii er töluvert minni en Xbox360 og PlayStation 3, og stendur upp á rönd í stofunni. Stýripinninn er ekki ósvipaður sjónvarpsfjarstýringu eins og sést á myndinni. Wii-leikjatölvan frá Nintendo er komin í efsta sæti í leikjatölvustríðinu. Síðan hún kom út í lok síðasta árs hefur hún selst ævintýralega vel og hafa framleiðendur vart undan að anna eftirspurninni. Fleiri eintök hafa selst af Wii en Xbox360, sem hefur verið á markaðnum tvöfalt lengur eða síðan í nóvember árið 2005. Samkvæmt heimasíðu VG Charz, sem tekur saman sölutölur leikjatölva um allan heim, hefur Wii frá Nintendo selst best af þremur leikjatölvum þessarar kynslóðar, eða í 10.910.000 eintökum. Xbox360 frá Microsoft fylgir fast á eftir með 10.670.000 seld eintök, en hún kom hins vegar mun fyrr út en Wii. Lestina rekur PlayStation 3 frá Sony, sem kom út á svipuðum tíma og Wii í Bandaríkjunum, með 4.390.000 eintök. Wii hefur því tekið toppsætið í leikjatölvustríðinu með 42 prósent af seldum leikjatölvum þessarar kynslóðar, Xbox360 kemur næst með 41,1 prósent og PlayStation 3 er í þriðja og síðasta sæti með 16,9 prósent. Töluverðar efasemdir voru um velgengni Wii áður en hún kom á markað, sér í lagi vegna þess hve óvenjuleg hún er miðað við hefðbundnari leikjatölvur. Í stað þess að leggja áherslu á öflugri tölvu með hraðari örgjörva og flottari leikjum einbeittu starfsmenn Nintendo sér að því að gera tölvuna aðgengilegri fyrir þá sem ekki hafa átt leikjatölvur hingað til. Til að mynda líkist stýripinninn frekar sjónvarpsfjarstýringu en hefðbundnum stýripinna fyrir leikjatölvur, og er með innbyggðum hreyfiskynjara. Íþróttaleiki á borð við tennis og keilu er hægt að spila með því að hreyfa fjarstýringuna eins og spilarinn í leiknum, rétt eins og þú haldir á tennisspaða eða keilukúlu. Miðað við velgengni tölvunnar síðan hún kom út virðist sem starfsmenn Nintendo hafi náð markmiði sínu, að fanga áhuga þeirra sem ekki hafa keypt leikjatölvur áður. Leikjavísir Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Wii-leikjatölvan frá Nintendo er komin í efsta sæti í leikjatölvustríðinu. Síðan hún kom út í lok síðasta árs hefur hún selst ævintýralega vel og hafa framleiðendur vart undan að anna eftirspurninni. Fleiri eintök hafa selst af Wii en Xbox360, sem hefur verið á markaðnum tvöfalt lengur eða síðan í nóvember árið 2005. Samkvæmt heimasíðu VG Charz, sem tekur saman sölutölur leikjatölva um allan heim, hefur Wii frá Nintendo selst best af þremur leikjatölvum þessarar kynslóðar, eða í 10.910.000 eintökum. Xbox360 frá Microsoft fylgir fast á eftir með 10.670.000 seld eintök, en hún kom hins vegar mun fyrr út en Wii. Lestina rekur PlayStation 3 frá Sony, sem kom út á svipuðum tíma og Wii í Bandaríkjunum, með 4.390.000 eintök. Wii hefur því tekið toppsætið í leikjatölvustríðinu með 42 prósent af seldum leikjatölvum þessarar kynslóðar, Xbox360 kemur næst með 41,1 prósent og PlayStation 3 er í þriðja og síðasta sæti með 16,9 prósent. Töluverðar efasemdir voru um velgengni Wii áður en hún kom á markað, sér í lagi vegna þess hve óvenjuleg hún er miðað við hefðbundnari leikjatölvur. Í stað þess að leggja áherslu á öflugri tölvu með hraðari örgjörva og flottari leikjum einbeittu starfsmenn Nintendo sér að því að gera tölvuna aðgengilegri fyrir þá sem ekki hafa átt leikjatölvur hingað til. Til að mynda líkist stýripinninn frekar sjónvarpsfjarstýringu en hefðbundnum stýripinna fyrir leikjatölvur, og er með innbyggðum hreyfiskynjara. Íþróttaleiki á borð við tennis og keilu er hægt að spila með því að hreyfa fjarstýringuna eins og spilarinn í leiknum, rétt eins og þú haldir á tennisspaða eða keilukúlu. Miðað við velgengni tölvunnar síðan hún kom út virðist sem starfsmenn Nintendo hafi náð markmiði sínu, að fanga áhuga þeirra sem ekki hafa keypt leikjatölvur áður.
Leikjavísir Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira