Viðskipti innlent

Gengi fjármálafyrirtækja lækkar

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi félagsins hefur lækkað mest í dag. Gengi fjármálafyrirtækja í Evrópu hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í dag.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, en gengi félagsins hefur lækkað mest í dag. Gengi fjármálafyrirtækja í Evrópu hefur lækkað nokkuð á mörkuðum í dag.

Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við þróunina á hlutabréfamörkuðum í Evrópu. Fjármálafyrirtæki það leiða lækkanalestina líkt og hér. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,4 prósent, en bréf í Exista fylgir fast á eftir. Einungis gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, mest í 365.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,52 prósent það sem af er dags en hún hefur hækkað 21,2 prósent á árinu öllu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×