Viðskipti innlent

Smávegis hækkun í Kauphöllinni

William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans. Gengi bréfa í félaginu hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp 0,4 prósent og stendur hún í 7.924 stigum.

Vísitölur í Evrópu hafa legið beggja vegna núllsins það sem af er dags. Þannig hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 0,4 prósent en hin þýska Dax-vísitala lækkað um 0,12 prósent.

Svipaða sögu er af segja af norrænum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um 0,2 prósent en vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð lækkað jafn mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×