Viðskipti innlent

Gengi Atorku rýkur upp

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, en gengi félagsins hefur rokið upp í Kauphöllinni í dag.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, en gengi félagsins hefur rokið upp í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað afar lítið eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Atorku hefur hækkað langmest það sem af er dags, eða um 6,73 prósent. Gengi einungis þriggja félaga hefur hækkað en jafn mörg lækkað. Önnur félög standa í stað.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,02 prósentustig skömmu eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni en lækkað fljótlega. Vísitalan stendur í 8.340 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×