Komuhlið græðginnar 10. október 2007 11:51 Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ég var að koma frá útlöndum um daginn og gekk niður stigann í Leifsstöð til að vitja farangurs míns. Þar er manni þröngvað í gegnum brennivíns- og ilmvatnsverslun ríkisins. Sælgætið vellur upp úr hillugrindunum allt í kring. Ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem tekur svona á móti flugfarþegum; stýrir þeim inn í verslun á leiðinni að töskubrettinu. Það er eitthvað verulega kjánalegt við þetta. Auðvitað halda vel flestir útlendingar sem lenda í þessari gildru á leið sinni til landsins að þeir séu orðnir gapandi áttavilltir í flugstöðinni. Skárra með Íslendingana. Þeir eru aldir upp við þann viðauka trúarjátningarinnar að kaupa skuli fyrir minnst tíu þúsund á sérhverri leið gegn fríhöfnina. Þeir eru vanir að láta ríkið segja sér fyrir verkum; hvenær og hvað þeir skuli kaupa, á hvaða verði og hvaða styrkleika. En fyrir útlendinga? Þessi þröngvun - að svo gott sem verða að versla sér leið inn í landið. Hún er náttúrlega ekkert annað en efnisleg nauðgun. -SER.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun