Viðskipti innlent

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Exista lækkaði um sex prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag.
Gengi bréfa í Exista lækkaði um sex prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,99 prósent. Gengi bréfa í Exista lækkaði um sex prósent skömmu eftir að viðskipti hófust en næstmest í FL Group, sem fór niður um fimm prósent.

Gengi bréfa í fjórum félögum hefur hækkað í dag, þar af gengi færeysku félaganna þriggja, sem skráð eru í Kauphöllina. Gengi bréfa í Atlantic Petroleum hefur hækkað um 3,19 prósent, bréf í Eik banka um rúm 2,2 prósent en í Föroya banka um 0,45 prósent. Þá héldu bréf í Eimskipi áfram að hækka í dag, nú um 0,59 prósent.

Úrvalsvísitalan stendur í 8.085 stigum og hefur hækkað um 27,10 prósent frá áramótum.

Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem flestir hverjir hafa verið á niðurleið í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×