Viðskipti innlent

LÍ spáir hærri verðbólgu í nóvember

Landsbankinn, sem reiknar með því að verðbólga muni aukast í næsta mánuði.
Landsbankinn, sem reiknar með því að verðbólga muni aukast í næsta mánuði.
Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki töluvert, eða um 0,3 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi þetta eftir hækkar verðbólgan úr 4,5 prósent í október í 4,8 prósent í næsta mánuði.

Deildin segir í spá sinni sem birt var í dag, að hækkunin megi að mestu leyti rekja til áframhaldandi hækkunar á húsnæðisverði. Ekki er gert ráð fyrir hækkun á öðrum liðum þótt óvissu gætir um þróun olíuverðs.

Verðbólguspá Landabankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×