Sport

Hrafnhildur náði þriðja sæti í B-úrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH náði þeim frábæra árangri að tryggja sér þriðja sætið í B-úrslitum sundmótsins í Hollandi í 200 m bringusundi.

Hrafnhildur bætti tímann sinn frá því í morgun um tvær sekúndur en hún kom í mark á 2:39,38 mínútum.

Hún var í þriðja sæti á 1:16,30 eftir fyrstu 100 metrana en þó talsvert á eftir fyrstu tveimur keppendunum. Hún var þó fremst á meðal hinna sex en afar mjótt var á mununum.

Hún hélt þriðja sætinu eftir 150 metra og kom svo í mark á 2:39,38 mínútum, í þriðja sæti. Hún náði að hrista hinar sem voru á eftir henni af sér og var með tæplega tveggja sekúndna forystu á þá sem lenti í fjórða sæti.

Moniek Nijhuis og Margriet Zwanenburg frá Hollandi voru í fyrstu tveimur sætunum, og báru nokkuð af í B-úrslitunum. Nijhus synti á 2:36,00 og Zwanenburg á 2:37,90.

Annamav Pierse frá Kanada bar sigur úr býtum í A-úrslitum en hún synti á 2:25,22 mínútum.

Hrafnhildur var með tíunda besta tímann í úrslitasundunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×