Þróunin minnir á netbóluna 9. janúar 2008 00:01 Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. Eins og sjá má á gröfunum hafði gengi hlutabréfa hækkað mikið fram að aldamótum, ekki síst í tæknifyrirtækjum áður en hrikta tók í stoðunum á árabilinu 1999 til 2000. Þannig náði Dow Jones-vísitalan, sem samanstendur af bandarískum iðnaðar- og verslunarfyrirtækjum, sínu hæsta lokagildi, 11.326 stigum, í ágúst þetta sama ár. Hún dalaði hratt eftir það og hafði fallið um 35,7 prósent þegar botninum var náð í október rúmum þremur árum síðar. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af tæknifyrirtækjum, rauk hæst í rúm fimm þúsund stig á vormánuðum árið 2000 en féll svo hratt í djúpum stökkum næstu þrjú árin og hafði fallið um 78 prósent þegar yfir lauk. Vísitalan hefur ekki borið barr sitt síðan en lokagengi hennar fór hæst í 2.859 stig í enda október í fyrra. Vísitalan hefur fallið um rúm tólf prósent í óróleikanum nú frá hæsta gildi hennar fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í kjölfar þess að netbólan sprakk drógu neytendur að sér höndum með þeim afleiðingum að mjög dró úr einkaneyslu. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu," sagði dr. Pedro Videla, sem nefndur er hér til hliðar. Fjárfestar gerðust áhættufælnir í kjölfarið og færðu fjármuni sína yfir í aðrar og tryggari eignir líkt og nú. Hann bætti við að seðlabönkum helstu hagkerfa hefði tekist að snúa þróuninni við með samhentum aðgerðum sem fólust í því að keyra stýrivexti niður og koma hjólum hagkerfisins af stað á ný. Undir smásjánni Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. Eins og sjá má á gröfunum hafði gengi hlutabréfa hækkað mikið fram að aldamótum, ekki síst í tæknifyrirtækjum áður en hrikta tók í stoðunum á árabilinu 1999 til 2000. Þannig náði Dow Jones-vísitalan, sem samanstendur af bandarískum iðnaðar- og verslunarfyrirtækjum, sínu hæsta lokagildi, 11.326 stigum, í ágúst þetta sama ár. Hún dalaði hratt eftir það og hafði fallið um 35,7 prósent þegar botninum var náð í október rúmum þremur árum síðar. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af tæknifyrirtækjum, rauk hæst í rúm fimm þúsund stig á vormánuðum árið 2000 en féll svo hratt í djúpum stökkum næstu þrjú árin og hafði fallið um 78 prósent þegar yfir lauk. Vísitalan hefur ekki borið barr sitt síðan en lokagengi hennar fór hæst í 2.859 stig í enda október í fyrra. Vísitalan hefur fallið um rúm tólf prósent í óróleikanum nú frá hæsta gildi hennar fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í kjölfar þess að netbólan sprakk drógu neytendur að sér höndum með þeim afleiðingum að mjög dró úr einkaneyslu. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu," sagði dr. Pedro Videla, sem nefndur er hér til hliðar. Fjárfestar gerðust áhættufælnir í kjölfarið og færðu fjármuni sína yfir í aðrar og tryggari eignir líkt og nú. Hann bætti við að seðlabönkum helstu hagkerfa hefði tekist að snúa þróuninni við með samhentum aðgerðum sem fólust í því að keyra stýrivexti niður og koma hjólum hagkerfisins af stað á ný.
Undir smásjánni Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira