Skríllinn hefur völdin Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 28. janúar 2008 06:00 Borgarapressan fer mikinn þessa daga. Orðin valin af vana og ákafa: þar hafa menn lengi sótt þetta orð - skríll - í safnið sitt þegar álasa skal þátttakendum í borgaralegum mótmælum. Og er lengra kemur í orðræðunni koma fyrir önnur orð um mótmælendur: börn, krakkar, unglingar. Yfirvöld eru ofnæm fyrir mótmælum og borgaralegu andófi. Þegar skríllinn tók yfir Torg hins himneska friðar eða ógnaði heimsókn kínverskra valdamanna undir kyrrlátum mótmælum Falun Gong tóku hjörtu valdhafa í tveim löndum kipp: mótmæli trufla framgang valdhafa, draga fram veikleika í embættisfærslum, yfirgang fyrir hagsmunaaðila. Það er víða mótmælt: heit svæði eru í Grafarvogi vegna Sundabrautar, á Baldursgötureit, við Slippinn, Sundin og í Hlíðunum. Þar takast borgaralegar hreyfingar á við valdhafa. Spurningin er bara hvað yfirvöld vilja ganga langt í samningum og eftirgjöf við þá hópa sem fremstir fara í baráttunni. Og hve langt hreyfingar borgara ganga til að koma vilja sínum fram fyrir augliti fjölmiðla og almennings. Hið borgaralega andóf gegn framgangi stjórnvalda og hagsmunaaðila er æ mikilvægari þáttur í skoðanaskiptum og tekur víðast á sig myndir ákafa, árásar, fyrirsátar til að ná athygli fjölmiðla og þess þögla meirihluta sem situr aðgerðalítill hjá og tekur enga afstöðu. Lýðréttindi okkar; skoðanafrelsi, félagafrelsi og ritfrelsi, urðu til fyrir skrílslætin, mótþróa þeirra sem gengu fram og brutu virkin. Margt í eflingu ríkisvalds og opinberra valdstofnana bendir til að almenningur eigi fátt vopna betra en að hópast saman til að hreyfa umræðu. Þannig er í Asíu og austurhluta Evrópu. Lengi hafa menn rætt um nauðsyn þess að auka lýðræðislega þátttöku með tíðari ákvarðanatöku kjósenda með rafrænum hætti. Nýjum meirihluta í Reykjavík væri ekki stætt ef kjósendur hefðu haft um það að segja í liðinni viku. Leifar af fornri götumynd á Laugavegi væru í hættu ef kjósendur væru nú spurðir álits. Áhugaleysi stjórnmálaflokka fyrir beinum ákvörðunum kjósenda um afdrifarík mál er vegna þess að þá misstu þeir völdin í hendur skrílnum. Forræði þeirra væri hnekkt. Íslensk hefð til borgaralegra mótmæla er ekki tveggja alda gömul. Einstök atvik á nítjándu öldinni þykja nú lofsverð. Harkalegir árekstrar síðustu aldar milli borgaralegra andófshreyfinga og valdhafa hræða. Ráðhúsið í Reykjavík var enda ekki hannað með það fyrir augum að auðvelt væri að ryðja pallana á stuttum tíma. Atvik liðinnar viku sýndu líka að borgarfulltrúum er misgefið að tala við reiða kjósendur. Hefð okkar til borgaralegra mótmæla á að þroska og virða. Mönnum ber að hafa það hugfast að félagafrelsið, tjáningarfrelsið og lýðræðið varð til vegna þess að skríllinn heimtaði það okkur til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Borgarapressan fer mikinn þessa daga. Orðin valin af vana og ákafa: þar hafa menn lengi sótt þetta orð - skríll - í safnið sitt þegar álasa skal þátttakendum í borgaralegum mótmælum. Og er lengra kemur í orðræðunni koma fyrir önnur orð um mótmælendur: börn, krakkar, unglingar. Yfirvöld eru ofnæm fyrir mótmælum og borgaralegu andófi. Þegar skríllinn tók yfir Torg hins himneska friðar eða ógnaði heimsókn kínverskra valdamanna undir kyrrlátum mótmælum Falun Gong tóku hjörtu valdhafa í tveim löndum kipp: mótmæli trufla framgang valdhafa, draga fram veikleika í embættisfærslum, yfirgang fyrir hagsmunaaðila. Það er víða mótmælt: heit svæði eru í Grafarvogi vegna Sundabrautar, á Baldursgötureit, við Slippinn, Sundin og í Hlíðunum. Þar takast borgaralegar hreyfingar á við valdhafa. Spurningin er bara hvað yfirvöld vilja ganga langt í samningum og eftirgjöf við þá hópa sem fremstir fara í baráttunni. Og hve langt hreyfingar borgara ganga til að koma vilja sínum fram fyrir augliti fjölmiðla og almennings. Hið borgaralega andóf gegn framgangi stjórnvalda og hagsmunaaðila er æ mikilvægari þáttur í skoðanaskiptum og tekur víðast á sig myndir ákafa, árásar, fyrirsátar til að ná athygli fjölmiðla og þess þögla meirihluta sem situr aðgerðalítill hjá og tekur enga afstöðu. Lýðréttindi okkar; skoðanafrelsi, félagafrelsi og ritfrelsi, urðu til fyrir skrílslætin, mótþróa þeirra sem gengu fram og brutu virkin. Margt í eflingu ríkisvalds og opinberra valdstofnana bendir til að almenningur eigi fátt vopna betra en að hópast saman til að hreyfa umræðu. Þannig er í Asíu og austurhluta Evrópu. Lengi hafa menn rætt um nauðsyn þess að auka lýðræðislega þátttöku með tíðari ákvarðanatöku kjósenda með rafrænum hætti. Nýjum meirihluta í Reykjavík væri ekki stætt ef kjósendur hefðu haft um það að segja í liðinni viku. Leifar af fornri götumynd á Laugavegi væru í hættu ef kjósendur væru nú spurðir álits. Áhugaleysi stjórnmálaflokka fyrir beinum ákvörðunum kjósenda um afdrifarík mál er vegna þess að þá misstu þeir völdin í hendur skrílnum. Forræði þeirra væri hnekkt. Íslensk hefð til borgaralegra mótmæla er ekki tveggja alda gömul. Einstök atvik á nítjándu öldinni þykja nú lofsverð. Harkalegir árekstrar síðustu aldar milli borgaralegra andófshreyfinga og valdhafa hræða. Ráðhúsið í Reykjavík var enda ekki hannað með það fyrir augum að auðvelt væri að ryðja pallana á stuttum tíma. Atvik liðinnar viku sýndu líka að borgarfulltrúum er misgefið að tala við reiða kjósendur. Hefð okkar til borgaralegra mótmæla á að þroska og virða. Mönnum ber að hafa það hugfast að félagafrelsið, tjáningarfrelsið og lýðræðið varð til vegna þess að skríllinn heimtaði það okkur til handa.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun