Og hvað svo? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 18. febrúar 2008 06:00 Niðurstöður viðamestu og metnaðarfyllstu skipulagssamkeppni sem haldin hefur verið á Íslandi liggja fyrir. Enginn þeirra sem þátt tók í samkeppninni um skipulag Vatnsmýrar skilaði, þegar upp var staðið, tillögu sem gerði ráð fyrir miðbæjarflugvellinum í Reykjavík. Þó var keppnin lögð upp þannig að þátttakendum var í sjálfsvald sett hvort þeir gerðu ráð fyrir að flugvöllurinn yrði um kyrrt í Vatnsmýri eður ei. Einum þeirra 136 sem skilaði tillögum þótti hugmyndin um miðbæjarflugvöll góð í fyrstu en hvarf svo frá henni á seinni stigum. Hinum 135 þótti flugvallarhugmyndin vond frá upphafi. Vinningstillagan er að sönnu athyglisverð og rétt er það sem bent hefur verið á að hægt er að byrja að vinna í samræmi við hana meðan flugvöllurinn er enn í Vatnsmýri. Næsta skref hlýtur þó að vera að taka ákvörðun um það hvort næsta aðalskipulag skuli vera í samræmi við vinningstillögu skoska arkitektsins Graeme Massie, og félaga hans, eða á einhvern allt annan veg. Ekki verður því undan vikist að taka ákvörðun um framtíð flugvallarins. Það er einfaldlega ekki hægt að ýta þessari ákvörðun á undan sér öllu lengur. Jafnljóst er að sú ákvörðun verður ekki tekin af þeim meirihluta sem nú ræður ríkjum í Reykjavík. Hann er nefnilega í gíslingu Ólafs F. Magnússonar í flugvallarmálinu. Samt virðist vera meirihluti innan meirihlutans um að flugvöllurinn víki og ljóst er að meirihluti er innan minnihlutans um málið, ef ekki beinlínis einhugur. Vinningstillagan styður raunar mjög við þá hugmynd að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Möguleikinn á að stytta leiðina þangað með tengingu yfir Álftanes virðist að minnsta kosti liggja ákaflega beint við. Spurningin um flugvöllinn í Vatnsmýri varðar framtíð Reykjavíkur og Reykvíkinga og hún varðar ekki síður framtíð þeirra sem búa fjærst höfuðborginni og reiða sig á flugið í ferðum sínum til og frá Reykjavík. Spurningin um framtíð flugvallarins er pólitísk og skiptir mun meira máli en spurningin um það hvort gamli góði Villi ætli að verma borgarstjórastólinn í nokkra mánuði, eða einhver annar. Það er því algerlega óásættanlegt að flugvallarmálið verði í pattstöðu næstu tvö árin, nánast að segja í gíslingu eins manns sem er borgarstjóri í eitt ár. Ef spurningunni um framtíð Vatnsmýrar er svarað á þann veg að flugvöllurinn eigi að vera þar áfram þarf að hugsa skipulagið þar algerlega upp á nýtt. Vera kann að hægt verði að einhverju leyti að styðjast við vinningstillögu Massie og félaga en líklegra er þó að nauðsynlegt verði að byrja á byrjuninni og efna til samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar með flugvellinum, hvort heldur sem er óbreyttum eða minnkuðum. Og þá var nú flugeldasýningin í vikunni sem leið til lítils. Mestu máli skiptir að heil hugsun sé í skipulagi höfuðborgarinnar. Reykjavík hefur liðið nóg fyrir óheildstæða hugsun í skipulagsmálum undanfarna áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Niðurstöður viðamestu og metnaðarfyllstu skipulagssamkeppni sem haldin hefur verið á Íslandi liggja fyrir. Enginn þeirra sem þátt tók í samkeppninni um skipulag Vatnsmýrar skilaði, þegar upp var staðið, tillögu sem gerði ráð fyrir miðbæjarflugvellinum í Reykjavík. Þó var keppnin lögð upp þannig að þátttakendum var í sjálfsvald sett hvort þeir gerðu ráð fyrir að flugvöllurinn yrði um kyrrt í Vatnsmýri eður ei. Einum þeirra 136 sem skilaði tillögum þótti hugmyndin um miðbæjarflugvöll góð í fyrstu en hvarf svo frá henni á seinni stigum. Hinum 135 þótti flugvallarhugmyndin vond frá upphafi. Vinningstillagan er að sönnu athyglisverð og rétt er það sem bent hefur verið á að hægt er að byrja að vinna í samræmi við hana meðan flugvöllurinn er enn í Vatnsmýri. Næsta skref hlýtur þó að vera að taka ákvörðun um það hvort næsta aðalskipulag skuli vera í samræmi við vinningstillögu skoska arkitektsins Graeme Massie, og félaga hans, eða á einhvern allt annan veg. Ekki verður því undan vikist að taka ákvörðun um framtíð flugvallarins. Það er einfaldlega ekki hægt að ýta þessari ákvörðun á undan sér öllu lengur. Jafnljóst er að sú ákvörðun verður ekki tekin af þeim meirihluta sem nú ræður ríkjum í Reykjavík. Hann er nefnilega í gíslingu Ólafs F. Magnússonar í flugvallarmálinu. Samt virðist vera meirihluti innan meirihlutans um að flugvöllurinn víki og ljóst er að meirihluti er innan minnihlutans um málið, ef ekki beinlínis einhugur. Vinningstillagan styður raunar mjög við þá hugmynd að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Möguleikinn á að stytta leiðina þangað með tengingu yfir Álftanes virðist að minnsta kosti liggja ákaflega beint við. Spurningin um flugvöllinn í Vatnsmýri varðar framtíð Reykjavíkur og Reykvíkinga og hún varðar ekki síður framtíð þeirra sem búa fjærst höfuðborginni og reiða sig á flugið í ferðum sínum til og frá Reykjavík. Spurningin um framtíð flugvallarins er pólitísk og skiptir mun meira máli en spurningin um það hvort gamli góði Villi ætli að verma borgarstjórastólinn í nokkra mánuði, eða einhver annar. Það er því algerlega óásættanlegt að flugvallarmálið verði í pattstöðu næstu tvö árin, nánast að segja í gíslingu eins manns sem er borgarstjóri í eitt ár. Ef spurningunni um framtíð Vatnsmýrar er svarað á þann veg að flugvöllurinn eigi að vera þar áfram þarf að hugsa skipulagið þar algerlega upp á nýtt. Vera kann að hægt verði að einhverju leyti að styðjast við vinningstillögu Massie og félaga en líklegra er þó að nauðsynlegt verði að byrja á byrjuninni og efna til samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar með flugvellinum, hvort heldur sem er óbreyttum eða minnkuðum. Og þá var nú flugeldasýningin í vikunni sem leið til lítils. Mestu máli skiptir að heil hugsun sé í skipulagi höfuðborgarinnar. Reykjavík hefur liðið nóg fyrir óheildstæða hugsun í skipulagsmálum undanfarna áratugi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun