Innipúkar í afneitun Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 29. febrúar 2008 06:00 Í nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá 66 gráðum norður situr ungur strákur við útvarpið að morgni dags og hlustar spenntur á þulinn lesa upp nöfn þeirra skóla þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs. Það er ekki oft sem ég verð meyr yfir auglýsingum en þessi kallar fram svo notalegar tilfinningar að ég gæti horft á hana aftur og aftur. Mér finnst litli strákurinn vera ég sjálf við eldhúsborðið heima fyrir allt of mörgum árum síðan og heyri í anda röddina í útvarpinu þylja upp nöfn skólanna á svæðinu uns hún nefnir loksins Þelamerkurskóla í Hörgárdal - skólann minn. Í minningunni jafnast þetta andartak næstum því á við það þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld og þulurinn segir gleðileg jól. (Merkilegt hvað útvarpsþulir geta veitt manni mikla gleði.) Ekki það að mér hafi leiðst í skólanum. En skemmtilegur skóladagur jafnast seint á við sæluna sem fylgir því að staulast á fætur í kolniðamyrkri, heyra stórhríðina bylja á gluggunum og fá síðan leyfi, í útvarpi allra landsmanna, til þess að skríða aftur undir hlýja sæng. Einhverra hluta vegna er sú mýta lífseig að Íslendingar séu hraustmenni sem láta veðrið ekki á sig fá. Við grípum jafnan til hennar sjálf þegar útlendingar spyrja hvort það sé ekki óskaplega kalt á Íslandi. Fyrst reynum við að sjálfsögðu að sannfæra viðkomandi (og í leiðinni okkur sjálf) um að veðrið hér sé bara alveg bærilegt og minnumst ekki einu orði á þá staðreynd að fáar þjóðir kvarta jafn mikið undan veðrinu og við. Ef viðmælandinn er tortrygginn drepum við efasemdirnar með því að dásama dug íslenskra víkinga sem arka af stað út í daginn hvort sem það er sólskin eða bylur. Kannski stafa þessar ranghugmyndir af reynsluleysi. Sannleikurinn er nefnilega sá að fæst höfum við hugmynd um hvernig veðurfar er hér á landi. Í þau fáu skipti sem við hættum okkur út undir bert loft er það aðeins til þess að setjast upp í heitan bíl, helst einn af þessum óteljandi jeppum sem engin þjóð á jafn mikið af. Mig grunar að víkingunum forfeðrum okkar, þessum sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við, þætti dugur okkar heldur lítill þar sem við sitjum föst í snjóskafli á Miklubrautinni á nýja Landkrúsernum okkar og bölvum því að þurfa að fara út og skafa. Hinn íslenski víkingur er nefnilega ekki dugmeiri en svo að innst inni óskar hann þess einskis heitar en að röddin í útvarpinu gefi honum leyfi til þess að fara heim og breiða upp fyrir haus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Í nýlegri sjónvarpsauglýsingu frá 66 gráðum norður situr ungur strákur við útvarpið að morgni dags og hlustar spenntur á þulinn lesa upp nöfn þeirra skóla þar sem kennsla fellur niður vegna veðurs. Það er ekki oft sem ég verð meyr yfir auglýsingum en þessi kallar fram svo notalegar tilfinningar að ég gæti horft á hana aftur og aftur. Mér finnst litli strákurinn vera ég sjálf við eldhúsborðið heima fyrir allt of mörgum árum síðan og heyri í anda röddina í útvarpinu þylja upp nöfn skólanna á svæðinu uns hún nefnir loksins Þelamerkurskóla í Hörgárdal - skólann minn. Í minningunni jafnast þetta andartak næstum því á við það þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld og þulurinn segir gleðileg jól. (Merkilegt hvað útvarpsþulir geta veitt manni mikla gleði.) Ekki það að mér hafi leiðst í skólanum. En skemmtilegur skóladagur jafnast seint á við sæluna sem fylgir því að staulast á fætur í kolniðamyrkri, heyra stórhríðina bylja á gluggunum og fá síðan leyfi, í útvarpi allra landsmanna, til þess að skríða aftur undir hlýja sæng. Einhverra hluta vegna er sú mýta lífseig að Íslendingar séu hraustmenni sem láta veðrið ekki á sig fá. Við grípum jafnan til hennar sjálf þegar útlendingar spyrja hvort það sé ekki óskaplega kalt á Íslandi. Fyrst reynum við að sjálfsögðu að sannfæra viðkomandi (og í leiðinni okkur sjálf) um að veðrið hér sé bara alveg bærilegt og minnumst ekki einu orði á þá staðreynd að fáar þjóðir kvarta jafn mikið undan veðrinu og við. Ef viðmælandinn er tortrygginn drepum við efasemdirnar með því að dásama dug íslenskra víkinga sem arka af stað út í daginn hvort sem það er sólskin eða bylur. Kannski stafa þessar ranghugmyndir af reynsluleysi. Sannleikurinn er nefnilega sá að fæst höfum við hugmynd um hvernig veðurfar er hér á landi. Í þau fáu skipti sem við hættum okkur út undir bert loft er það aðeins til þess að setjast upp í heitan bíl, helst einn af þessum óteljandi jeppum sem engin þjóð á jafn mikið af. Mig grunar að víkingunum forfeðrum okkar, þessum sem við erum svo gjörn á að bera okkur saman við, þætti dugur okkar heldur lítill þar sem við sitjum föst í snjóskafli á Miklubrautinni á nýja Landkrúsernum okkar og bölvum því að þurfa að fara út og skafa. Hinn íslenski víkingur er nefnilega ekki dugmeiri en svo að innst inni óskar hann þess einskis heitar en að röddin í útvarpinu gefi honum leyfi til þess að fara heim og breiða upp fyrir haus.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun