Stormviðvörun Þráinn Bertelsson skrifar 3. mars 2008 06:00 Skynsamlegustu skrif sem birst hafa um íslensk efnahagsmál í háa herrans tíð eru eftir Andrés Magnússon geðlækni. Þótt ég sé að sjálfsögðu fremur sjúklingur en læknir deili ég ákveðinni kvíðatilfinningu með Andrési. Reyndar hlýtur það að vera áhyggjuefni að sá okkar Íslendinga sem einna glúrnastur er í peningamálum segir að nýeinkavæddir bankarnir séu á nippinu með að fara á hausinn. Ríkisreknir bankar voru ekki upp á marga fiska en hengu samt á floti svo að maður var að vona að jakkafataviðundrin færu ekki að klúðra starfsemi sem felst í því að lána verðtryggða peninga á okurvöxtum. SJÁLFUR hef ég aldrei fundið mikinn mun á efnahagslegum hæðum og lægðum enda er minn staður í tilverunni á efnahagslegu lægðasvæði þar sem aldrei er flugveður fyrir einkaþotur. FJÁRMÁLASNILLINGAR koma mér forneskjulega fyrir sjónir. Bossklæddir viðskiptajöfrar nútímans þykja mér jafn ámátlegir og brynklæddir riddarar miðalda. Nú þarf svonefnt „viðskiptavit" til að græða meðan riddarastétt fornaldar byggði upp veldi sitt í krafti líkamlegra yfirburða líkt og svonefndir handrukkarar gera enn í dag. Það er orðin ríkjandi skoðun að handrukk sé komið úr tísku og fáránlegt sé að menn afli sér fjár nema með „viðskiptaviti". MIÐAÐ við stormviðvaranir um aðsteðjandi fjárhagslega fellibylji er kvíðvænlegt að sjá tómlæti yfirvalda um að koma almenningi í skjól áður en húsin fara að fjúka ofan af landsmönnum. Forsætisráðherrann okkar heimsækir Evrópusambandið og tilkynnir í því tilefni að Evrópusambandsumsókn sé alls ekki á dagskrá. Þetta er svipað og dr. Ólafur Ragnar gerði sér ferð í Valhöll og erindið væri að tilkynna að frú Dorrit og hann séu ekki að hugsa um að ganga í Flokkinn. Utanríkisráðherrann er hins vegar upptekinn við að koma Íslandi í öryggisráð Sameinuðu þjóðana og undirbúa sig fyrir útrásarráðstefnu á Barbados. Það er vitanlega mikilvægt að Barbadossar fái vitneskju um hvað Íslendingar eru frábærir þótt enn ekki komist í verk að opna þar sendiráð. KANNSKI er ég að hengja bakara fyrir smið. Kannski stendur það upp á Almannavarnir en ekki ríkisstjórnina að bregðast við efnahagslegum stormviðvörunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Skynsamlegustu skrif sem birst hafa um íslensk efnahagsmál í háa herrans tíð eru eftir Andrés Magnússon geðlækni. Þótt ég sé að sjálfsögðu fremur sjúklingur en læknir deili ég ákveðinni kvíðatilfinningu með Andrési. Reyndar hlýtur það að vera áhyggjuefni að sá okkar Íslendinga sem einna glúrnastur er í peningamálum segir að nýeinkavæddir bankarnir séu á nippinu með að fara á hausinn. Ríkisreknir bankar voru ekki upp á marga fiska en hengu samt á floti svo að maður var að vona að jakkafataviðundrin færu ekki að klúðra starfsemi sem felst í því að lána verðtryggða peninga á okurvöxtum. SJÁLFUR hef ég aldrei fundið mikinn mun á efnahagslegum hæðum og lægðum enda er minn staður í tilverunni á efnahagslegu lægðasvæði þar sem aldrei er flugveður fyrir einkaþotur. FJÁRMÁLASNILLINGAR koma mér forneskjulega fyrir sjónir. Bossklæddir viðskiptajöfrar nútímans þykja mér jafn ámátlegir og brynklæddir riddarar miðalda. Nú þarf svonefnt „viðskiptavit" til að græða meðan riddarastétt fornaldar byggði upp veldi sitt í krafti líkamlegra yfirburða líkt og svonefndir handrukkarar gera enn í dag. Það er orðin ríkjandi skoðun að handrukk sé komið úr tísku og fáránlegt sé að menn afli sér fjár nema með „viðskiptaviti". MIÐAÐ við stormviðvaranir um aðsteðjandi fjárhagslega fellibylji er kvíðvænlegt að sjá tómlæti yfirvalda um að koma almenningi í skjól áður en húsin fara að fjúka ofan af landsmönnum. Forsætisráðherrann okkar heimsækir Evrópusambandið og tilkynnir í því tilefni að Evrópusambandsumsókn sé alls ekki á dagskrá. Þetta er svipað og dr. Ólafur Ragnar gerði sér ferð í Valhöll og erindið væri að tilkynna að frú Dorrit og hann séu ekki að hugsa um að ganga í Flokkinn. Utanríkisráðherrann er hins vegar upptekinn við að koma Íslandi í öryggisráð Sameinuðu þjóðana og undirbúa sig fyrir útrásarráðstefnu á Barbados. Það er vitanlega mikilvægt að Barbadossar fái vitneskju um hvað Íslendingar eru frábærir þótt enn ekki komist í verk að opna þar sendiráð. KANNSKI er ég að hengja bakara fyrir smið. Kannski stendur það upp á Almannavarnir en ekki ríkisstjórnina að bregðast við efnahagslegum stormviðvörunum?