Á rökkurmiðum Karen D. Kjartansdóttir skrifar 11. mars 2008 06:00 Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst," kvað Steinn Steinarr fyrir mörgum árum. Ég hef hingað til lítið verið að eltast við heimsendaspár en einhverra hluta vegna rifjast þessi orð iðulega upp fyrir mér þegar sjávarútveg og landsbyggðina ber á góma. Þar sem ég reyni ávallt að vera glaðvær og góð á ég það til að sniðganga fréttir af sjávarútvegi vegna þess að þær vekja hjá mér mikla depurð. Á tyllidögum gorta ég þó af því að vera landsbyggðarmær sem vill veg íslenska geita- og þorskstofnsins sem mestan. Þar sem ég vil ekki verða þekkt fyrir hræsni las ég gaumgæfilega áhugaverðan greinaflokk kollega míns um þorskeldi í Noregi, sem hefur birst í Fréttablaðinu að undanförnu, jafnvel þótt mig sviði af ótta allan tímann. „Þorskurinn er íslensk guðsgjöf," sagði Kristján Eldjárn forseti í áramótaávarpi árið 1976 og eru það orð að sönnu. Kristján vitnaði einnig til orða norska sálmaskáldsins Petters Dass sem endur fyrir löngu sagði: „Ef þorskurinn bregst oss, hvað bjargar oss þá?" Þótt langt sé um liðið frá því Kristján lét orð sín um þorskinn falla og enn lengra frá því Petter hinn norski mælti eiga orð þeirra jafn vel við í dag og þá. Nú fækkar í hópi þorska og um leið fækkar krónum til Íslendinga og fólki á landsbyggðinni. Íslendingar skammast út í ráðherra fyrir að takmarka aflaheimildir en hvað á hann að gera „þegar miðin eru dauð" svo vitnað sé til annars andans manns. Fyrrnefndur greinaflokkur sýndi að Norðmenn áttuðu sig á því fyrir nokkru að þorskurinn mætti ekki drottna yfir þeim, heillavænlegra væri að drottna yfir þorskinum. Þeir komu því á laggirnar öflugu þorskeldi. Innan fárra ára ætla þeir að framleiða allt að 200 þúsund tonn af eldisþorski á ári, það er 70 þúsund tonnum meira en Íslendingar veiða nú árlega af þorski. Í sumar sigldi ég um Loðmundarfjörð sem nú er í eyði. Um hann orti reiður ábúandi um næstsíðustu aldamót. „Það er ekki þorsk að fá í þessum firði, / þurru landi eru þeir á / og einskis virði." Ekki viljum við að fleiri firðir fari í eyði en til þess að sporna við því þurfum við að feta í fótspor Norðmanna og halda fiskmörkuðum. „In cod we trust" sagði Einar Örn Benediktsson og heimfærði þar með guðsritningu amerískra dollaraseðla. Reyndar sagði Nietzsche að guð væri dauður og þó svo sé þýðir það ekki að trúin sé dauð heldur bjargar fólk sér sjálft. Til hvers að treysta á þorskinn þegar fólk getur sjálft fóðrað hann, slægt hann og selt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Það bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst," kvað Steinn Steinarr fyrir mörgum árum. Ég hef hingað til lítið verið að eltast við heimsendaspár en einhverra hluta vegna rifjast þessi orð iðulega upp fyrir mér þegar sjávarútveg og landsbyggðina ber á góma. Þar sem ég reyni ávallt að vera glaðvær og góð á ég það til að sniðganga fréttir af sjávarútvegi vegna þess að þær vekja hjá mér mikla depurð. Á tyllidögum gorta ég þó af því að vera landsbyggðarmær sem vill veg íslenska geita- og þorskstofnsins sem mestan. Þar sem ég vil ekki verða þekkt fyrir hræsni las ég gaumgæfilega áhugaverðan greinaflokk kollega míns um þorskeldi í Noregi, sem hefur birst í Fréttablaðinu að undanförnu, jafnvel þótt mig sviði af ótta allan tímann. „Þorskurinn er íslensk guðsgjöf," sagði Kristján Eldjárn forseti í áramótaávarpi árið 1976 og eru það orð að sönnu. Kristján vitnaði einnig til orða norska sálmaskáldsins Petters Dass sem endur fyrir löngu sagði: „Ef þorskurinn bregst oss, hvað bjargar oss þá?" Þótt langt sé um liðið frá því Kristján lét orð sín um þorskinn falla og enn lengra frá því Petter hinn norski mælti eiga orð þeirra jafn vel við í dag og þá. Nú fækkar í hópi þorska og um leið fækkar krónum til Íslendinga og fólki á landsbyggðinni. Íslendingar skammast út í ráðherra fyrir að takmarka aflaheimildir en hvað á hann að gera „þegar miðin eru dauð" svo vitnað sé til annars andans manns. Fyrrnefndur greinaflokkur sýndi að Norðmenn áttuðu sig á því fyrir nokkru að þorskurinn mætti ekki drottna yfir þeim, heillavænlegra væri að drottna yfir þorskinum. Þeir komu því á laggirnar öflugu þorskeldi. Innan fárra ára ætla þeir að framleiða allt að 200 þúsund tonn af eldisþorski á ári, það er 70 þúsund tonnum meira en Íslendingar veiða nú árlega af þorski. Í sumar sigldi ég um Loðmundarfjörð sem nú er í eyði. Um hann orti reiður ábúandi um næstsíðustu aldamót. „Það er ekki þorsk að fá í þessum firði, / þurru landi eru þeir á / og einskis virði." Ekki viljum við að fleiri firðir fari í eyði en til þess að sporna við því þurfum við að feta í fótspor Norðmanna og halda fiskmörkuðum. „In cod we trust" sagði Einar Örn Benediktsson og heimfærði þar með guðsritningu amerískra dollaraseðla. Reyndar sagði Nietzsche að guð væri dauður og þó svo sé þýðir það ekki að trúin sé dauð heldur bjargar fólk sér sjálft. Til hvers að treysta á þorskinn þegar fólk getur sjálft fóðrað hann, slægt hann og selt?
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun