Tímans kall Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 11. mars 2008 07:00 Oft er talað um að einstaka stjórnmálamenn hafi politískt nef. Þeim sé eðlislægt að nema sterka en leynda bylgju í samfélaginu sem fáum er ljós, jafnvel ekki sjálfum pöplinum. Lýðskrumurum er stundum gefin þessi gáfa. Hún tryggir þeim skjótan framgang en oftar er þeim hætt við falli sem einungis kjörtímabilið verndar þá fyrir. Hin lyðræðislega kosning til langs tíma heldur þá verndarhendi yfir hróknum þótt dauður sé. Hin miklu og virku samskipti sumra stjórnmálamanna við almenning gefa þeim oft til kynna hvað er á seiði í eldhúsum þjóðarinnar, þótt margir þeirra séu umkringdir jábræðrum og tapi á endanum sambandi við fastalandið, kjósendur og þjóðina. Stundum nýta þeir sér það til eigin framdráttar, stundum til að styrkja framgang þeirra hugsjóna sem þeir standa fyrir og vilja sjá verða að veruleika. Ekki er að sjá að stjórnmálamenn á Íslandi ætli upp til hópa að láta sig nokkru varða þótt forráðamenn í atvinnulífi hér á landi og almennin bgur að stórum hluta vilji staðfastlega láta hefja vinnu við undirbúning að umsókn inn í Evrópubandalagið. Fjöldi þeirra lýðræðislegu fulltrúa sem hæst lætur í andstöðu um þau er ekki stór. Margir reyndar múlbundnir við heimareið stjórnmálaflokkanna sem þeir skipa um þessar mundir. Þótt æ fleiri rök hnígi að því að Ísland eigi heima í samfélagi Evrópuþjóða hristir forsætisráðherrann af sér hausinn og segir engan slíkan aðgang á dagskrá. Allt í kringum hann loga eldar og þessi mæti fulltrúi varkárni situr sem fastast og leggur kapal: ekkert er í báli í kringum hann. Allir aðrir hafa það sterklega á tilfinningunni að nú sé einmitt kominn til þessi tími - vonum seinna. Hvað forsætisráðherranum og fylgisveinum hans og konum gengur til er ekki vel ljóst: vera kann að öndverðar skoðanir innan hans flokks skelfi forystuna og hún þori hreinlega ekki að taka þetta mál á dagskrá opinberlega og af fullum heilindum á sínum vettvangi af ótta við að það kljúfi Sjálfstæðisflokkinn. En þá mega herra á þeim bæ muna að flokkurinn hefur um langa hríð verið vel agaður, jafnvel fylgt leiðtogum sínum í styrjaldir í fjarlægum heimshlutum af stakri spekt. Ekki að til þess sé hvatt að stærsta stjórnmálahreyfing landsins til skamms tíma leggi í umræðu um inngöngu í Evrópubandalagið með bundið fyrir augun. Gögnin blasa við og eru öllum fyrirliggjandi sagði Árni Snævarr blaðamaður nýlega í umræðuþætti í Ríkisjónvarpinu. Á þessum umrótstímum gengis, fjármagns og atvinnuhátta er nauðsynlegt og ábyrgt að stjórnmálamenn þori að ræða framtíð þjóðarinnar á þessum vettvangi, hætti illa skýrðri afstöðu, sýni að þeir séu menn til að taka þá umræðu sem þjóðin finnur, skilur og sér, er orðin okkur ári brýn svo við megum komast að upplýstu samþykki eða andstöðu um þáttöku í þessu bandalagi. En til þess þarf meira en pólitískt nef. Til þess þarf pólitískan kjark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun
Oft er talað um að einstaka stjórnmálamenn hafi politískt nef. Þeim sé eðlislægt að nema sterka en leynda bylgju í samfélaginu sem fáum er ljós, jafnvel ekki sjálfum pöplinum. Lýðskrumurum er stundum gefin þessi gáfa. Hún tryggir þeim skjótan framgang en oftar er þeim hætt við falli sem einungis kjörtímabilið verndar þá fyrir. Hin lyðræðislega kosning til langs tíma heldur þá verndarhendi yfir hróknum þótt dauður sé. Hin miklu og virku samskipti sumra stjórnmálamanna við almenning gefa þeim oft til kynna hvað er á seiði í eldhúsum þjóðarinnar, þótt margir þeirra séu umkringdir jábræðrum og tapi á endanum sambandi við fastalandið, kjósendur og þjóðina. Stundum nýta þeir sér það til eigin framdráttar, stundum til að styrkja framgang þeirra hugsjóna sem þeir standa fyrir og vilja sjá verða að veruleika. Ekki er að sjá að stjórnmálamenn á Íslandi ætli upp til hópa að láta sig nokkru varða þótt forráðamenn í atvinnulífi hér á landi og almennin bgur að stórum hluta vilji staðfastlega láta hefja vinnu við undirbúning að umsókn inn í Evrópubandalagið. Fjöldi þeirra lýðræðislegu fulltrúa sem hæst lætur í andstöðu um þau er ekki stór. Margir reyndar múlbundnir við heimareið stjórnmálaflokkanna sem þeir skipa um þessar mundir. Þótt æ fleiri rök hnígi að því að Ísland eigi heima í samfélagi Evrópuþjóða hristir forsætisráðherrann af sér hausinn og segir engan slíkan aðgang á dagskrá. Allt í kringum hann loga eldar og þessi mæti fulltrúi varkárni situr sem fastast og leggur kapal: ekkert er í báli í kringum hann. Allir aðrir hafa það sterklega á tilfinningunni að nú sé einmitt kominn til þessi tími - vonum seinna. Hvað forsætisráðherranum og fylgisveinum hans og konum gengur til er ekki vel ljóst: vera kann að öndverðar skoðanir innan hans flokks skelfi forystuna og hún þori hreinlega ekki að taka þetta mál á dagskrá opinberlega og af fullum heilindum á sínum vettvangi af ótta við að það kljúfi Sjálfstæðisflokkinn. En þá mega herra á þeim bæ muna að flokkurinn hefur um langa hríð verið vel agaður, jafnvel fylgt leiðtogum sínum í styrjaldir í fjarlægum heimshlutum af stakri spekt. Ekki að til þess sé hvatt að stærsta stjórnmálahreyfing landsins til skamms tíma leggi í umræðu um inngöngu í Evrópubandalagið með bundið fyrir augun. Gögnin blasa við og eru öllum fyrirliggjandi sagði Árni Snævarr blaðamaður nýlega í umræðuþætti í Ríkisjónvarpinu. Á þessum umrótstímum gengis, fjármagns og atvinnuhátta er nauðsynlegt og ábyrgt að stjórnmálamenn þori að ræða framtíð þjóðarinnar á þessum vettvangi, hætti illa skýrðri afstöðu, sýni að þeir séu menn til að taka þá umræðu sem þjóðin finnur, skilur og sér, er orðin okkur ári brýn svo við megum komast að upplýstu samþykki eða andstöðu um þáttöku í þessu bandalagi. En til þess þarf meira en pólitískt nef. Til þess þarf pólitískan kjark.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun