Skjóta sig í fótinn í skattaparadísum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Brýnt að skila framtalinu. Ríkið verður ekki endilega af tekjum, nema menn svíkist um að telja fram. Markaðurinn/E.Ól. „Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“ Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
„Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“
Héðan og þaðan Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira