Unnið á mörgum vígstöðvum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Björk Hauksdóttir, hefur svigrúm til þess að sinna björgunarstöfum þegar á þarf að halda. „Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“ Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
„Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi hún tekið þátt í leit að næturlagi. „Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum, enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“ segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá. Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi afreksíþróttir og keppi fyrir landslið. Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stundum reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar. „Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveitarstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi komist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa. Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum. Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri. „Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“ Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis stjórnarfólk og þjálfarar.“
Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira