Áhugi á póker eykst Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 26. mars 2008 00:01 Bestu pókerspilararnir hafa komið frá Evrópu og Bandaríkjunum. Efnilegir spilarar eru nú að koma frá Norðurlöndunum. Meirihluti íslenskra pókerspilara eru allt frá átján ára aldri til sextugs. Markaðurinn/GVA „Ég er 200 þúsund í plús,“ segir Davíð Hansson, fyrrverandi formaður Pókersambands Íslands. Hann segir pókerspil skemmtilegan leik sem sé síður en svo hættulegur líkt og af sé látið. „Þetta eru fordómar þeirra sem lítið þekkja til,“ segir hann. Pókerspil var talsvert í fréttum síðasta sumar eftir að lögreglan í Reykjavík leysti upp pókermót á Þjóðhátíðardaginní fyrra. Þá minnkaði ekki áhuginn eftir að Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, viðurkenndi að hafa hagnast um nokkra tugi þúsunda króna á pókerleik í einu af spilavítunum sem starfrækt eru í höfuðborginni. Talið er að tvö spilavíti séu starfrækt í borginni – eitt lengi vel í nágrenni Hjálpræðishersins – þar sem póker er spilaður. Davíð segir pókerspilamennskuna hér líkari bridsmótum en þeim harðsvíruðu og reykmettuðu samkomum sem sjáist í kvikmyndum. Ákveðið gjald sé greitt í upphafi leiks, á bilinu 10 til 20 þúsund þótt sumir fari í allt að 40 þúsund krónur. Fyrir það fást spilapeningar til þátttöku. „Flestir hætta þegar þeir klára peningana,“ segir Davíð án þess að vilja geta sér til um hversu háar upphæðir einstaka spilarar séu ýmist að taka inn eða tapa á kvöldi. Hann telur þó að þær séu í lægri kantinum. Spilarar sem hagnist mest á spilamennskunni sjáist lítið í íslenskum spilavítum. Þeir kjósi fremur að sitja heimavið og leggja undir á netinu á kvöldin. Þar séu hæstu fjárhæðirnar. „Ég hef heyrt um íslenskan spilara sem hefur grætt tuttugu milljónir þar á ári í þrjú ár,“ segir hann. Aðrir spilarar hafa tekið inn lægri upphæðir, jafnt á netinu sem á mótum erlendis. Davíð hefur sjálfur spilað póker í um þrjú ár. „En þetta er líka blanda af kunnáttu og heppni,“ bætir hann við og leggur áherslu á að auðvelt sé að læra spilið. Á móti megi verja ævinni í að fullkomna hæfnina – og út á það gangi leikurinn. Lítil von sé hins vegar á því að einstæðir pókerspilarar finni sér kvonfang í íslensku spilavíti. Konur sem þar hafi sést síðustu ár séu teljandi á fingrum annarrar handar. Sindri Lúðvíksson pókeráhugamaður tekur undir með Davíð að spilamennskan sé hreinræktuð skemmtun í bland við kunnáttu. Sindri er maðurinn á bak við fyrrnefnt pókermót og rekur verslunina Gismo.is, einu verslunina hér á landi sem sérhæfir sig í flestu því sem tengist pókerspilamennsku. Sindri segir sprengingu hafa fyrst orðið hérlendis í pókeráhuga fyrir fjórum árum en ákveðin uppsveifla sé aftur um þessar mundir. Vísar hann til þess að íslenskir áhorfendur geti nálgast efni tengt póker á íslenskum og erlendum sjónvarpsstöðvum auk þess sem nokkrir áhugamenn hafi sett upp íslenskar vefsíður á netinu þar sem hægt sé að fræðast um pókerspilamennsku. Sindri segir sterkustu spilarana koma frá Evrópu og Bandaríkjunum en Norðurlöndin sæki fast á. „Efnilegir spilarar eru nú að koma frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð,“ segir hann og bendir á að flestir endurspegli þeir kúnnahóp hans, karlar frá átján ára aldri upp að sextugu. Sindri tekur hins vegar ekki undir með Davíð að nær einvörðungu karlar spili póker. Tvítug norsk stelpa, Annette Obrestad, hafi farið með sigur af hólmi á fjölmörgum stórmótum síðastliðin tvö ár. Annette hóf spilamennskuna fyrir þremur árum og hefur unnið sér inn rúmar 2,3 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 180 milljóna íslenskra króna. Erlendis séu fleiri efnilegar stelpur að koma sterkar inn. „Þær eru reyndar fáar hér en þetta er allt að koma,“ segir hann. Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
„Ég er 200 þúsund í plús,“ segir Davíð Hansson, fyrrverandi formaður Pókersambands Íslands. Hann segir pókerspil skemmtilegan leik sem sé síður en svo hættulegur líkt og af sé látið. „Þetta eru fordómar þeirra sem lítið þekkja til,“ segir hann. Pókerspil var talsvert í fréttum síðasta sumar eftir að lögreglan í Reykjavík leysti upp pókermót á Þjóðhátíðardaginní fyrra. Þá minnkaði ekki áhuginn eftir að Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, viðurkenndi að hafa hagnast um nokkra tugi þúsunda króna á pókerleik í einu af spilavítunum sem starfrækt eru í höfuðborginni. Talið er að tvö spilavíti séu starfrækt í borginni – eitt lengi vel í nágrenni Hjálpræðishersins – þar sem póker er spilaður. Davíð segir pókerspilamennskuna hér líkari bridsmótum en þeim harðsvíruðu og reykmettuðu samkomum sem sjáist í kvikmyndum. Ákveðið gjald sé greitt í upphafi leiks, á bilinu 10 til 20 þúsund þótt sumir fari í allt að 40 þúsund krónur. Fyrir það fást spilapeningar til þátttöku. „Flestir hætta þegar þeir klára peningana,“ segir Davíð án þess að vilja geta sér til um hversu háar upphæðir einstaka spilarar séu ýmist að taka inn eða tapa á kvöldi. Hann telur þó að þær séu í lægri kantinum. Spilarar sem hagnist mest á spilamennskunni sjáist lítið í íslenskum spilavítum. Þeir kjósi fremur að sitja heimavið og leggja undir á netinu á kvöldin. Þar séu hæstu fjárhæðirnar. „Ég hef heyrt um íslenskan spilara sem hefur grætt tuttugu milljónir þar á ári í þrjú ár,“ segir hann. Aðrir spilarar hafa tekið inn lægri upphæðir, jafnt á netinu sem á mótum erlendis. Davíð hefur sjálfur spilað póker í um þrjú ár. „En þetta er líka blanda af kunnáttu og heppni,“ bætir hann við og leggur áherslu á að auðvelt sé að læra spilið. Á móti megi verja ævinni í að fullkomna hæfnina – og út á það gangi leikurinn. Lítil von sé hins vegar á því að einstæðir pókerspilarar finni sér kvonfang í íslensku spilavíti. Konur sem þar hafi sést síðustu ár séu teljandi á fingrum annarrar handar. Sindri Lúðvíksson pókeráhugamaður tekur undir með Davíð að spilamennskan sé hreinræktuð skemmtun í bland við kunnáttu. Sindri er maðurinn á bak við fyrrnefnt pókermót og rekur verslunina Gismo.is, einu verslunina hér á landi sem sérhæfir sig í flestu því sem tengist pókerspilamennsku. Sindri segir sprengingu hafa fyrst orðið hérlendis í pókeráhuga fyrir fjórum árum en ákveðin uppsveifla sé aftur um þessar mundir. Vísar hann til þess að íslenskir áhorfendur geti nálgast efni tengt póker á íslenskum og erlendum sjónvarpsstöðvum auk þess sem nokkrir áhugamenn hafi sett upp íslenskar vefsíður á netinu þar sem hægt sé að fræðast um pókerspilamennsku. Sindri segir sterkustu spilarana koma frá Evrópu og Bandaríkjunum en Norðurlöndin sæki fast á. „Efnilegir spilarar eru nú að koma frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð,“ segir hann og bendir á að flestir endurspegli þeir kúnnahóp hans, karlar frá átján ára aldri upp að sextugu. Sindri tekur hins vegar ekki undir með Davíð að nær einvörðungu karlar spili póker. Tvítug norsk stelpa, Annette Obrestad, hafi farið með sigur af hólmi á fjölmörgum stórmótum síðastliðin tvö ár. Annette hóf spilamennskuna fyrir þremur árum og hefur unnið sér inn rúmar 2,3 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 180 milljóna íslenskra króna. Erlendis séu fleiri efnilegar stelpur að koma sterkar inn. „Þær eru reyndar fáar hér en þetta er allt að koma,“ segir hann.
Héðan og þaðan Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira