Æðst allra dyggða Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 2. apríl 2008 06:00 Nú hafa stórkaupmenn sent út kaldrifjaða orðsendingu um hroðalegar verðhækkanir sem augsjáanlega koma okkur illa. Margir munu bíta á jaxlinn og aðlagast eins og áður en ekki allir hafa svigrúm til þess. Í þessu spili erum við eins og átthagabundnir leiguliðar í þjónustu óðalsbónda sem ákveður álögurnar eftir eigin hentugleikum. Tortryggni stéttaskiptingarinnar er svo auðvakin að umsvifalaust fara af stað sögur um gráðuga kaupmenn sem nýta sér ástandið til að hækka verð umfram þörf. Ekki hvarflar samt að galeiðuþrælunum að leggja árar í bát, til þess erum við of tamin. Fyrir rúmum tveimur áratugum stóð þjóðin líka frammi fyrir ógnvekjandi verðbólgubylgju. Þá var einmitt fundin upp þjóðarsáttin sem reyndist haldgott verkfæri í ölduganginum og greidd með kjaraskerðingum launafólks sem var mjög handhægt. Þessarar gömlu þjóðarsáttar er samt minnst með nokkurri hlýju því hún var yfirlýst, hafði göfugt markmið og bar bæði fallegt nafn og árangur. Nú væri upplagt að blása til nýrrar þjóðarsáttar. Að þessu sinni yrði hún í boði banka og fjármálastofnana, olíufélaga, niðurgreiddrar matvælaframleiðslu ríkisins og stórkaupmanna sem tækju á sig kjaraskerðingu í nafni réttlætisins. Einmitt. Ef til vill höfum við alþýðan haft samviskubit í laumi yfir aukinni velsæld undanfarinna ára, okkur finnst við ekki alveg hafa átt þetta skilið. Einhvern veginn trúðum við alltaf innst inni að gæðin yrðu frá okkur tekin fyrir rest. Alveg eins og við vissum alveg að lækkun matarskattsins yrði hirt. Kannski var uppreisnareðli forfeðranna barið niður í móðuharðindunum því síðan þá höfum við í mesta lagi kunnað að tuða. Engum dettur í hug að fjölmenna niður á torg með kröfuspjöld, hertaka útvarpsstöðvarnar og brenna íslenska fánann fyrir framan stjórnarráðið. En hey, eitt getum við gert! Rifjað upp vannýtta auðlind, hófsemina sem er æðst allra dyggða. Getum búið til nýtt trend sem felst í því að skera niður efnislegan óþarfa; upplifað unað skortsins og velt okkur upp úr rómantíkinni. Með samtakamætti gætum við sjálf skapað nýja þjóðarsátt án lögboða frá yfirvaldi. Það er stundum gott að láta sig vanta. Einkum ef það er að eigin vali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun
Nú hafa stórkaupmenn sent út kaldrifjaða orðsendingu um hroðalegar verðhækkanir sem augsjáanlega koma okkur illa. Margir munu bíta á jaxlinn og aðlagast eins og áður en ekki allir hafa svigrúm til þess. Í þessu spili erum við eins og átthagabundnir leiguliðar í þjónustu óðalsbónda sem ákveður álögurnar eftir eigin hentugleikum. Tortryggni stéttaskiptingarinnar er svo auðvakin að umsvifalaust fara af stað sögur um gráðuga kaupmenn sem nýta sér ástandið til að hækka verð umfram þörf. Ekki hvarflar samt að galeiðuþrælunum að leggja árar í bát, til þess erum við of tamin. Fyrir rúmum tveimur áratugum stóð þjóðin líka frammi fyrir ógnvekjandi verðbólgubylgju. Þá var einmitt fundin upp þjóðarsáttin sem reyndist haldgott verkfæri í ölduganginum og greidd með kjaraskerðingum launafólks sem var mjög handhægt. Þessarar gömlu þjóðarsáttar er samt minnst með nokkurri hlýju því hún var yfirlýst, hafði göfugt markmið og bar bæði fallegt nafn og árangur. Nú væri upplagt að blása til nýrrar þjóðarsáttar. Að þessu sinni yrði hún í boði banka og fjármálastofnana, olíufélaga, niðurgreiddrar matvælaframleiðslu ríkisins og stórkaupmanna sem tækju á sig kjaraskerðingu í nafni réttlætisins. Einmitt. Ef til vill höfum við alþýðan haft samviskubit í laumi yfir aukinni velsæld undanfarinna ára, okkur finnst við ekki alveg hafa átt þetta skilið. Einhvern veginn trúðum við alltaf innst inni að gæðin yrðu frá okkur tekin fyrir rest. Alveg eins og við vissum alveg að lækkun matarskattsins yrði hirt. Kannski var uppreisnareðli forfeðranna barið niður í móðuharðindunum því síðan þá höfum við í mesta lagi kunnað að tuða. Engum dettur í hug að fjölmenna niður á torg með kröfuspjöld, hertaka útvarpsstöðvarnar og brenna íslenska fánann fyrir framan stjórnarráðið. En hey, eitt getum við gert! Rifjað upp vannýtta auðlind, hófsemina sem er æðst allra dyggða. Getum búið til nýtt trend sem felst í því að skera niður efnislegan óþarfa; upplifað unað skortsins og velt okkur upp úr rómantíkinni. Með samtakamætti gætum við sjálf skapað nýja þjóðarsátt án lögboða frá yfirvaldi. Það er stundum gott að láta sig vanta. Einkum ef það er að eigin vali.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun