Nelson Obama Hallgrímur Helgason skrifar 5. apríl 2008 08:00 Á regnköldum febrúardegi 1988 tók ég jarðlestina upp í Harlem. Jesse Jackson hélt framboðsfund fyrir utan eina háhýsið í hverfi svartra, á 125. stræti. Forvitinn ungur Íslendingur vildi fylgjast með. Í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna hafði svartur maður komist í undanúrslit forsetakosninga. Og hér var hann mættur í höfuðborg síns heimafólks, Harlem. Fundurinn var þó undarlega fámennur. Frambjóðandinn stóð við upphækkað púlt, undir regnhlíf lífvarðarins, og þrumaði út í loftið af þeim alkunna eldmóði sem stundum kom niður á máli hans. (Maður á alltaf dálítið erfitt með að skilja enskuna hjá Séra Jackson.) Skilaboðin voru þó alltaf jafn skýr: Réttlæti. Réttlæti fyrir svarta. Réttlæti fyrir alla.Loksins-loksins maðurSem frambjóðandi var Jesse Jackson rödd svarta mannsins. Hann var í raun ekki í forsetaframboði, heldur að vekja athygli á stöðu síns fólks. Um skeið hafði hann þó forystu í forkosningum Demókrata, þar til hvítir karlar komu, sáu og sigruðu og settust sem fyrr í sitt hvíta hús (Bush eldri sigraði Dukakis í forsetakosningunum). En Jesse var minn maður. Ég hafði búið nokkur ár í Ameríku og heillast af menningu svartra, allt frá Michael Jackson og Teddy Pendergrass til Grandmaster Flash og Public Enemy, frá Martin Luther King og Malcolm X til Bill Cosby og Eddie Murphy.Það var eitthvað við þessa menn. Svalir, orðheppnir og glaðsinna. Og framleiddu kynþokkafyllstu tónlistina auk þess að vera heimsmeistarar í húmor á fæti. Á sama tíma var staða þeirra og barna þeirra hinsvegar vonlaus. Önnur hver blökkukona var einstæð móðir og annar hver blökkumaður féll í skotárás. Krakkar reyktu krakk í frímínútum. Við hliðina á Wall Street var land sem hét Rúanda. Og þaðan bárust stöðugt slæmar fréttir en enginn virtist geta fært þeim góðar. Frá 125. stræti í Harlem var Trump-turninn gyllti líkt og Versalir að sjá frá Bastillutorgi, sumarið 1789. Nema hvað hér vantaði fólkið. Þótt ræðumaður væri innblásinn var múgurinn hvorki stór né æstur. Hin svarta þjóð var í böndum dóps og deyfðar.Ég fór vonsvikinn heim.Tuttugu árum síðar er svartur maður aftur í forsetaframboði. Barack Obama. Líkastur guði, mælskari en andskotinn og gáfaðri en báðir til samans. Fólk kemur frelsað út af framboðsfundum, slefandi af Óbama-æði. Kunningjarnir gleyma sér yfir ræðum hans á Youtube og mæta augnstjarfir á barinn:„Maðurinn er alveg magnaður!" Og rétt er það. Obama er loksins-loksins maður. Eins og Frelsarinn sjálfur kemur hann gangandi út úr átta ára eyðimörk heimsku og lyga. Eins og Frelsari svartra? Það hélt maður í fyrstu. Að nú fengju þeir loks sinn foringja og það engan venjulegan mann.Það vakti því óneitanlega athygli að blökkumaðurinn skyldi aldrei minnast á kynþátt sinn eða -þætti yfir höfuð. Þvert á móti gerði hann í því að hefja sig yfir hörundslitinn. „There is no black America and no white America! No Latino America and no Asian America! There is only the United States of America!" Hann reyndi jafnvel að hefja sig yfir flokkadrætti: „Köllum þau ekki rauðu ríkin og bláu ríkin! Köllum þau Bandaríkin!"Von og breytingÞetta var strategían. Að gleyma sárum og skærum, til að geta lært og læknað. Obama kom okkur öllum á óvart. Í opnum skildi hans lá von um nýja tíma. Hinn frægi draumur Kings hafði fundið sinn framkvæmdamann. „Von" og „breyting" voru slagorðin sem fengu alhvít ríki til að velja blökkumann sem frambjóðanda sinn. Magnað.Obama tekur hér við kyndlinum af Nelson Mandela, sem seint á síðustu öld skildi að sáttaleiðin var betri en reiðin. Ekki láta sorgir fortíðar dekkja horfur framtíðar. Til að sameina sundraða þjóð þurfti eitthvað stórt. Og Mandela var maðurinn.Fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í ruðningi árið 1995, sem háður var á Ellis Park í Jóhannesarborg, gekk hinn nýkjörni forseti inn á völlinn íklæddur landsliðstreyju Suður-Afríku. Í hugum svartra var búningur þessi, sem svartur maður hafði aldrei klæðst fram að þessu, höfuðtákn Búa-kúgunar. Fyrir blökkumann að klæðast honum var líkt og fyrir gyðing að klæðast SS-búningi. En um leið og Mandela birtist í treyjunni risu áhorfendur á fætur og hylltu hann sem forseta sinn. Meirihluti þeirra var hvítur. Undur og stórmerki höfðu gerst. Svartur maður hafði sameinað svart-hvíta þjóð.Leiðtoginn skal vera litblindur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Á regnköldum febrúardegi 1988 tók ég jarðlestina upp í Harlem. Jesse Jackson hélt framboðsfund fyrir utan eina háhýsið í hverfi svartra, á 125. stræti. Forvitinn ungur Íslendingur vildi fylgjast með. Í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna hafði svartur maður komist í undanúrslit forsetakosninga. Og hér var hann mættur í höfuðborg síns heimafólks, Harlem. Fundurinn var þó undarlega fámennur. Frambjóðandinn stóð við upphækkað púlt, undir regnhlíf lífvarðarins, og þrumaði út í loftið af þeim alkunna eldmóði sem stundum kom niður á máli hans. (Maður á alltaf dálítið erfitt með að skilja enskuna hjá Séra Jackson.) Skilaboðin voru þó alltaf jafn skýr: Réttlæti. Réttlæti fyrir svarta. Réttlæti fyrir alla.Loksins-loksins maðurSem frambjóðandi var Jesse Jackson rödd svarta mannsins. Hann var í raun ekki í forsetaframboði, heldur að vekja athygli á stöðu síns fólks. Um skeið hafði hann þó forystu í forkosningum Demókrata, þar til hvítir karlar komu, sáu og sigruðu og settust sem fyrr í sitt hvíta hús (Bush eldri sigraði Dukakis í forsetakosningunum). En Jesse var minn maður. Ég hafði búið nokkur ár í Ameríku og heillast af menningu svartra, allt frá Michael Jackson og Teddy Pendergrass til Grandmaster Flash og Public Enemy, frá Martin Luther King og Malcolm X til Bill Cosby og Eddie Murphy.Það var eitthvað við þessa menn. Svalir, orðheppnir og glaðsinna. Og framleiddu kynþokkafyllstu tónlistina auk þess að vera heimsmeistarar í húmor á fæti. Á sama tíma var staða þeirra og barna þeirra hinsvegar vonlaus. Önnur hver blökkukona var einstæð móðir og annar hver blökkumaður féll í skotárás. Krakkar reyktu krakk í frímínútum. Við hliðina á Wall Street var land sem hét Rúanda. Og þaðan bárust stöðugt slæmar fréttir en enginn virtist geta fært þeim góðar. Frá 125. stræti í Harlem var Trump-turninn gyllti líkt og Versalir að sjá frá Bastillutorgi, sumarið 1789. Nema hvað hér vantaði fólkið. Þótt ræðumaður væri innblásinn var múgurinn hvorki stór né æstur. Hin svarta þjóð var í böndum dóps og deyfðar.Ég fór vonsvikinn heim.Tuttugu árum síðar er svartur maður aftur í forsetaframboði. Barack Obama. Líkastur guði, mælskari en andskotinn og gáfaðri en báðir til samans. Fólk kemur frelsað út af framboðsfundum, slefandi af Óbama-æði. Kunningjarnir gleyma sér yfir ræðum hans á Youtube og mæta augnstjarfir á barinn:„Maðurinn er alveg magnaður!" Og rétt er það. Obama er loksins-loksins maður. Eins og Frelsarinn sjálfur kemur hann gangandi út úr átta ára eyðimörk heimsku og lyga. Eins og Frelsari svartra? Það hélt maður í fyrstu. Að nú fengju þeir loks sinn foringja og það engan venjulegan mann.Það vakti því óneitanlega athygli að blökkumaðurinn skyldi aldrei minnast á kynþátt sinn eða -þætti yfir höfuð. Þvert á móti gerði hann í því að hefja sig yfir hörundslitinn. „There is no black America and no white America! No Latino America and no Asian America! There is only the United States of America!" Hann reyndi jafnvel að hefja sig yfir flokkadrætti: „Köllum þau ekki rauðu ríkin og bláu ríkin! Köllum þau Bandaríkin!"Von og breytingÞetta var strategían. Að gleyma sárum og skærum, til að geta lært og læknað. Obama kom okkur öllum á óvart. Í opnum skildi hans lá von um nýja tíma. Hinn frægi draumur Kings hafði fundið sinn framkvæmdamann. „Von" og „breyting" voru slagorðin sem fengu alhvít ríki til að velja blökkumann sem frambjóðanda sinn. Magnað.Obama tekur hér við kyndlinum af Nelson Mandela, sem seint á síðustu öld skildi að sáttaleiðin var betri en reiðin. Ekki láta sorgir fortíðar dekkja horfur framtíðar. Til að sameina sundraða þjóð þurfti eitthvað stórt. Og Mandela var maðurinn.Fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í ruðningi árið 1995, sem háður var á Ellis Park í Jóhannesarborg, gekk hinn nýkjörni forseti inn á völlinn íklæddur landsliðstreyju Suður-Afríku. Í hugum svartra var búningur þessi, sem svartur maður hafði aldrei klæðst fram að þessu, höfuðtákn Búa-kúgunar. Fyrir blökkumann að klæðast honum var líkt og fyrir gyðing að klæðast SS-búningi. En um leið og Mandela birtist í treyjunni risu áhorfendur á fætur og hylltu hann sem forseta sinn. Meirihluti þeirra var hvítur. Undur og stórmerki höfðu gerst. Svartur maður hafði sameinað svart-hvíta þjóð.Leiðtoginn skal vera litblindur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun