Klassík á Rósenberg 4. nóvember 2008 03:00 Guðbergur Bergsson les úr Bernskubókum sínum í kvöld á Klappparstíg. Bækur eru greiðasti aðgangur almennings að vísdómi og skemmtun. Á þessum örlagatímum hefur Forlagið ákveðið að hleypa af stokkunum nýjum bókaklúbbi sem færir Íslendingum heimsbókmenntir á ótrúlega hagstæðu verði, auk þess sem boðið verður upp á sígild íslensk rit. Klassíski kiljuklúbburinn mun einbeita sér að þeim verkum sem staðist hafa tímans hörðu tönn, bæði í erlendum bókmenntaheimi og íslenskum. Til kynningar á kiljuklúbbnum verður upplestrarkvöld á Café Rósenberg við Klapparstíg í kvöld. Einar Kárason les úr Glæpi og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí, Auður Jónsdóttir les úr Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Guðmundur Andri Thorsson les úr Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson, Jónína Leósdóttir les úr Samastað í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur og Guðbergur Bergsson les úr eigin verki, Bernskunni. Dagskráin hefst kl. 20.30. Tíu bækur eru þegar komnar út og sýna vel stefnu Klassíska kiljuklúbbsins. Úr fimm þeirra verður lesið á þriðjudagskvöld en hinar fimm eru Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie, Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabriel Garcia Marquez, Bréf til föðurins eftir Franz Kafka, og Bréf til Láru og Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson. Klassíski kiljuklúbburinn er starfræktur á vefsetri Forlagsins. Slóðin er www.forlagid.is/kiljuklubbur Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bækur eru greiðasti aðgangur almennings að vísdómi og skemmtun. Á þessum örlagatímum hefur Forlagið ákveðið að hleypa af stokkunum nýjum bókaklúbbi sem færir Íslendingum heimsbókmenntir á ótrúlega hagstæðu verði, auk þess sem boðið verður upp á sígild íslensk rit. Klassíski kiljuklúbburinn mun einbeita sér að þeim verkum sem staðist hafa tímans hörðu tönn, bæði í erlendum bókmenntaheimi og íslenskum. Til kynningar á kiljuklúbbnum verður upplestrarkvöld á Café Rósenberg við Klapparstíg í kvöld. Einar Kárason les úr Glæpi og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí, Auður Jónsdóttir les úr Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Guðmundur Andri Thorsson les úr Punktur punktur komma strik eftir Pétur Gunnarsson, Jónína Leósdóttir les úr Samastað í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttur og Guðbergur Bergsson les úr eigin verki, Bernskunni. Dagskráin hefst kl. 20.30. Tíu bækur eru þegar komnar út og sýna vel stefnu Klassíska kiljuklúbbsins. Úr fimm þeirra verður lesið á þriðjudagskvöld en hinar fimm eru Miðnæturbörn eftir Salman Rushdie, Ástin á tímum kólerunnar eftir Gabriel Garcia Marquez, Bréf til föðurins eftir Franz Kafka, og Bréf til Láru og Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson. Klassíski kiljuklúbburinn er starfræktur á vefsetri Forlagsins. Slóðin er www.forlagid.is/kiljuklubbur
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira