Endurútgefur Ólaf Jóhann 11. september 2008 06:00 Pétur Már Ólafsson segir það hafa blundað í honum lengi að endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um blaðamanninn Pál Jónsson. „Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983. „Við gefum þetta stórvirki nú út í tveimur hlutum í stað þriggja. Upphaflega ætluðum við að reyna að koma þessu í eitt bindi, en það reyndist bara ógjörningur,“ segir Pétur, enda skáldverkið viðamikið. Fyrri hlutinn, fyrri bækurnar tvær, kemur út í lok mánaðar, á sama tíma og Ólafur Jóhann hefði fagnað níræðisafmæli, en sá seinni eftir áramót. Verkið gerist um og eftir stríðsárin og er að sögn Péturs eitt viðamesta skáldverkið um lífið á landinu á þessu mikla umbrotaskeiði. „Því miður hefur kannski verið hljóðara um Ólaf Jóhann undanfarin ár en hann á skilið, hann var einn okkar mesti rithöfundur á 20. öld,“ segir Pétur, sem vonast til að endurvekja áhuga fólks á höfundinum. „Þetta verk hefur verið ófáanlegt í mörg ár, og sem dæmi um það reyndum við að finna gömul eintök til að hafa til hliðsjónar núna í nýrri útgáfu, en það reyndist bara ómögulegt að finna þau á fornbókasölum. Við erum mjög stolt af því að fá að gera þetta og vonum að þjóðin kunni að meta þennan mikla snilling að verðleikum,“ segir Pétur. - sun
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira