Körfubolti

Dourisseau fór á kostum í sigri úrvalsliðsins

Jason Dourisseau var maður dagsins í karlahluta stjörnuhátíðarinnar á Ásvöllum
Jason Dourisseau var maður dagsins í karlahluta stjörnuhátíðarinnar á Ásvöllum

Troðkóngurinn Jason Dourisseau var kjörinn maður Stjörnuleiksins í dag þegar úrvalslið Iceland Express deildarinnar vann nauman sigur á íslenska landsliðinu 113-111.

Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur eins og efni stóðu til og mikið af troðslum og fallegum tilþrifum litu dagsins ljós.

Lærisveinar Sigurðar Ingimundarsonar höfðu yfir í hálfleik 62-47 en frábær þriðji leikhluti kom úrvalsliðinu yfir. Lið Benedikts Guðmundssonar vann þriðja leikhlutann 35-17 og náði forystu, en spennan var þó mikil í lokin þar sem hinn ungi Haukur Pálsson tryggði úrvalsliðinu endanlega sigurinn.

Jason Dourisseau var sem fyrr segir kjörinn besti maður leiksins eftir að hafa verið krýndur troðkóngur skömmu áður. Dourisseau skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst í leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×