Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:45 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon munu lýsa leik ÍR og Keflavíkur í kvöld með sínum einstaka hætti. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij fékk Helga Má Magnússon með sér í að „gaza“ um leik ÍR og Keflavíkur sem er einnig Gaz-leikur kvöldsins á Stöð 2 BD. Upphitun þeirra má nú sjá á Vísi. Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““ Bónus-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pavel og Helgi ræddu meðal annars brottrekstur Wendell Green í vikunni og áhrifin sem það hefði á leikinn. ÍR er í leit að sínum fyrsta sigri og Keflavík hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíð, í Bónus-deildinni í körfubolta. Upphitunina má sjá hér að neðan en bein útsending frá Gaz-leiknum, þar sem Pavel og Helgi lýsa leiknum með sínum einstaka hætti, hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:10 í kvöld. „Maður sér alveg einhverja leið fyrir ÍR-inga til að loka þessum leik. Það þurfa ekkert einhverjir ótrúlegir hlutir að gerast,“ sagði Helgi og Pavel tók undir það: „Alls ekki. ÍR-ingar áttu flottan leik síðast á móti Álftnesingum. Voru nálægt sigri þar. Eru núna að fara að mæta þessu Keflavíkurliði og manni líður eins og að Keflavík gæti núna unnið besta liðið í deildinni, en líka tapað fyrir neðsta liðinu, sem er ÍR núna. Dagsformið skiptir Keflvíkinga rosalega miklu máli. Þeir treysta mjög mikið á það að eiga góða „skotdaga“. Góða sóknarleiki. Sem þeir hafa í raun og veru ekkert átt í vetur. Við teljum Keflvíkinga alveg sigurstranglegri í þessum leik, en við sjáum alveg leið fyrir ÍR-inga til að vinna.“ Eina spurningin hvort Keflavík muni hitta Keflavík vann KR í síðustu umferð, 94-88, og hefur þar með unnið tvo af fyrstu fimm leikjum sínum. „Keflvíkingar unnu loksins sigur í síðasta leik og mögulega hjálpar það eitthvað aðeins upp á sjálfstraustið. Að sama skapi hefðu ÍR-ingar lokað þessum leik gegn Álftanesi í síðustu umferð, ef þeir hefðu haft smá sjálfstraust. ÍR-ingar þurfa að byggja ofan á þennan síðasta leik, þar sem þeir voru flottir og við stjórnvölinn langan kafla leiksins,“ sagði Helgi. „Eina spurningin sem að situr eftir er hvort að Keflavík sé að fara að hitta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er ekkert ólíklegt að ÍR sé að fara að vinna þennan leik,“ sagði Pavel. Brotthvarf Green gæti losað um aðra Þeir Helgi voru sammála um að brottrekstur Bandaríkjamannsins Wendell Green gæti haft alls konar áhrif á bæði lið, og til að mynda orðið blóð á tennurnar fyrir ÍR-inga sem gætu séð góða möguleika á sigri. Helgi segir þetta einnig geta orðið til þess að aðrir í Keflavíkurliðinu láti betur ljós sitt skína: „Wendell Green er frábær leikmaður en þetta small bara ekki allt saman. Núna er hann farinn og maður sér alveg leið til þess að þá losni um aðra leikmenn, eins og Hilmar og Sigga, og fleiri leikmenn. Að þeir fái einhverja ábyrgðartilfinningu. „Það er búið að láta leikmann fara. Við erum augljóslega ekki að standa okkur eins og við ætluðum okkur, og það er kannski á mér að stíga núna upp og sýna úr hverju við erum gerðir.““
Bónus-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti