Forðast kastljós fjölmiðlanna 11. júní 2008 00:01 „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005. Héðan og þaðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005.
Héðan og þaðan Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira