Þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman 14. júlí 2008 02:45 Vignir Rafn Valþórsson og leikhópurinn Vér morðingjar takast á við Shakespeare í haust. MYND/vilhelm Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira