Útihátíð í Kópavogi 30. júlí 2008 06:00 Eiður stendur fyrir Westcoastfest.Fréttablaðið/Arnþór Ekki ætla allir að fara á hefðbundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir Westcoastfest 2008 um verslunarmannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gítarspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð". En af hverju að tjalda í Kópavogi? „Ég bý í vesturbæ Kópavogs. Við gerðum þetta fyrir tveimur árum, þá var þetta bara lítið, bara nokkrir vinir," segir Eiður. „Við bara tjölduðum og spiluðum á gítar og höfðum það gott. Mér datt í hug að bjóða aðeins fleirum í ár." Rúmlega hundrað manns hefur verið boðið á Facebook-vefsvæðinu. „Það er ekkert planað, þetta er bara svona hittingur." Eiður segir þau vinina ekki nenna út á land. „Þetta er alveg nógu langt fyrir okkur. Ég fór til Eyja einu sinni og á Eldborg. Ég lenti í algjöru rugli í Eyjum, rigningu, roki og veseni." Hann óttast ekki regn núna. „Ef rignir þá getur maður stokkið heim í næsta hús og náð sér í regnföt." Það að flýja inn er hins vegar ekki í boði, þótt stutt sé að fara. „Nei, engan aumingjaskap." En getur hver sem er kíkt við eða tjaldað? „Alveg endilega!" Westcoastfest stendur alla helgina, eins og hver önnur verslunarmannahelgar-hátíð. - kbs Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ekki ætla allir að fara á hefðbundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir Westcoastfest 2008 um verslunarmannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gítarspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð". En af hverju að tjalda í Kópavogi? „Ég bý í vesturbæ Kópavogs. Við gerðum þetta fyrir tveimur árum, þá var þetta bara lítið, bara nokkrir vinir," segir Eiður. „Við bara tjölduðum og spiluðum á gítar og höfðum það gott. Mér datt í hug að bjóða aðeins fleirum í ár." Rúmlega hundrað manns hefur verið boðið á Facebook-vefsvæðinu. „Það er ekkert planað, þetta er bara svona hittingur." Eiður segir þau vinina ekki nenna út á land. „Þetta er alveg nógu langt fyrir okkur. Ég fór til Eyja einu sinni og á Eldborg. Ég lenti í algjöru rugli í Eyjum, rigningu, roki og veseni." Hann óttast ekki regn núna. „Ef rignir þá getur maður stokkið heim í næsta hús og náð sér í regnföt." Það að flýja inn er hins vegar ekki í boði, þótt stutt sé að fara. „Nei, engan aumingjaskap." En getur hver sem er kíkt við eða tjaldað? „Alveg endilega!" Westcoastfest stendur alla helgina, eins og hver önnur verslunarmannahelgar-hátíð. - kbs
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira