Söngvar Berlins í Salnum 7. nóvember 2008 06:00 Kristjana Stefánsdóttir syngur lög Irvings Berlin í Salnum á laugardagskvöld. Izzy Bailine, betur þekktur sem Irving Berlin, var einn afkastamesti höfundur sönglaga í amerískri dægurmenningu. Hann fluttist sem smábarn frá Rússlandi til Bandaríkjanna og hafði ofan af fyrir sér á unglingsárunum sem syngjandi þjónn á sumum af vafasömustu knæpum neðri hluta Manhattan. Þar komst hann að því að með því að láta hripa lögin sín á pappír, gat hann selt þau til nótnaútgefenda fyrir allnokkurt fé, væru þau sæmilega sönghæf. Áður en yfir lauk hafði Berlin sett saman yfir 1.500 lög, sem sum hver eru löngu sígild: Blue Skies, Cheek to Cheek og Putting on the Ritz eru aðeins örfá heimsfrægra laga hans. Berlin var einn margra sönglagasmiða í Tin Pan Alley sem voru aðfluttir gyðingar úr borgum Gamla heimsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Kjartan Valdemarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari hafa sett saman dagskrá með tónlist Irvings Berlin fyrir Tíbrárröð Salarins í Kópavogi. Áður hafa þau boðið upp á tónlist Cole Porter og Richard Rodgers á sama vettvangi og munu í vor spila músík frægasta höfundar Bandaríkjamanna, George Gershwin. Tónleikarnir með verkum Irvings Berlin verða á laugardagskvöld og hefjast klukkan 20. Auk þeirra fjórmenninga sem koma fram, er von á leynigesti á tónleikana. „Ekki er hægt að gefa upp hver það er,“ segir Pétur Grétarsson, „en óhætt er að upplýsa að hitabylgja kemur við sögu og ótrúlegur metnaður söngvara til að gera betur en vel.“ Semsagt gott, djassað og gleðilegt í Salnum á laugardagskvöld.- pbb Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Izzy Bailine, betur þekktur sem Irving Berlin, var einn afkastamesti höfundur sönglaga í amerískri dægurmenningu. Hann fluttist sem smábarn frá Rússlandi til Bandaríkjanna og hafði ofan af fyrir sér á unglingsárunum sem syngjandi þjónn á sumum af vafasömustu knæpum neðri hluta Manhattan. Þar komst hann að því að með því að láta hripa lögin sín á pappír, gat hann selt þau til nótnaútgefenda fyrir allnokkurt fé, væru þau sæmilega sönghæf. Áður en yfir lauk hafði Berlin sett saman yfir 1.500 lög, sem sum hver eru löngu sígild: Blue Skies, Cheek to Cheek og Putting on the Ritz eru aðeins örfá heimsfrægra laga hans. Berlin var einn margra sönglagasmiða í Tin Pan Alley sem voru aðfluttir gyðingar úr borgum Gamla heimsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Kjartan Valdemarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari hafa sett saman dagskrá með tónlist Irvings Berlin fyrir Tíbrárröð Salarins í Kópavogi. Áður hafa þau boðið upp á tónlist Cole Porter og Richard Rodgers á sama vettvangi og munu í vor spila músík frægasta höfundar Bandaríkjamanna, George Gershwin. Tónleikarnir með verkum Irvings Berlin verða á laugardagskvöld og hefjast klukkan 20. Auk þeirra fjórmenninga sem koma fram, er von á leynigesti á tónleikana. „Ekki er hægt að gefa upp hver það er,“ segir Pétur Grétarsson, „en óhætt er að upplýsa að hitabylgja kemur við sögu og ótrúlegur metnaður söngvara til að gera betur en vel.“ Semsagt gott, djassað og gleðilegt í Salnum á laugardagskvöld.- pbb
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira