Að leyfa það sem er bannað Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 20. ágúst 2008 06:00 Í fyrri viku gekk athyglisverður dómur á Norðurlandi þar sem maður var sýknaður af að hafa refsað börnum fyrir óskilgreinda óþekkt með flenginum á beran rassinn. Í rökstuðningi dómsins er vísað til hugsanlegrar hefðar fyrir því í samfélaginu að flengja börn og ekki sé hægt að kveða á um refsingu fyrir slíkt ef uppalandi tekur á því ábyrgð með samþykki sínu og nærveru. Miðað við þetta er foreldrum heimilt að berja börnin sín til hlýðni eða fá aðra til verksins. Þótt Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveði á um að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi af hvers kyns tagi virðist dómurinn frekar vilja miða við það sem hann hefur á tilfinningunni að tíðkist á Íslandi. Burtséð frá samþykktum réttindum barna er þar semsé stuðst við óstaðfesta hugmynd um refsiaðferðir sem íslenskir foreldrar í hrönnum beiti börnin sín. En raunar eru áratugir síðan flengingar þóttu boðleg uppeldisaðferð. Fyrir nokkuð löngu fór að hvarfla að fólki að ef til vill væru barsmíðar ekki vænlegar til að byggja upp sjálfstraust barna og trúnaðartraust við foreldra. Þar á undan þótti kannski í fínu lagi að flengja smá. Þá þótti gefa góða raun að hræða með Grýlu og kuldabola því hvað er nú meðfærilegra en barið og hrætt barn? Trúlega eru fleiri en ég sem stundum mislíkar ögn hegðun litlu grísanna. Stundum fara þeir jafnvel töluverða vegalengd yfir strikið og æði misjafnt hvernig við sjálf erum upplögð til að höndla uppsteytinn. Göfugri manneskja getur kannski litið á nauðsynlega búðarferð með heimtufrekan krakka síðla dags sem dásamlega upplifun en ekki harðneskjulega þjálfun í jafnaðargeði. Reyndar þekki ég ekkert foreldri sem aldrei hefur dottið í hug eitt örstutt augnablik að taka oggulítið í hnakkadrambið á krakkaorminum. Ekkert er eins yndislegt og sofandi börn. Markmið sæmilega þenkjandi fólks er vitaskuld að hafa góð áhrif á afkvæmi sín og til þess séu yfirvegaðar leiðbeiningar vænlegastar til árangurs. Börn hafa yfirleitt tilhneigingu til að skilja prýðilega ýmsar aðferðir sem eru lausar við bæði ofbeldi og niðurlægingu. Og þó enn eimi eftir af gamaldags uppeldisaðferðum getur varla verið hlutverk dómstóla að leyfa það sem er bannað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Í fyrri viku gekk athyglisverður dómur á Norðurlandi þar sem maður var sýknaður af að hafa refsað börnum fyrir óskilgreinda óþekkt með flenginum á beran rassinn. Í rökstuðningi dómsins er vísað til hugsanlegrar hefðar fyrir því í samfélaginu að flengja börn og ekki sé hægt að kveða á um refsingu fyrir slíkt ef uppalandi tekur á því ábyrgð með samþykki sínu og nærveru. Miðað við þetta er foreldrum heimilt að berja börnin sín til hlýðni eða fá aðra til verksins. Þótt Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveði á um að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi af hvers kyns tagi virðist dómurinn frekar vilja miða við það sem hann hefur á tilfinningunni að tíðkist á Íslandi. Burtséð frá samþykktum réttindum barna er þar semsé stuðst við óstaðfesta hugmynd um refsiaðferðir sem íslenskir foreldrar í hrönnum beiti börnin sín. En raunar eru áratugir síðan flengingar þóttu boðleg uppeldisaðferð. Fyrir nokkuð löngu fór að hvarfla að fólki að ef til vill væru barsmíðar ekki vænlegar til að byggja upp sjálfstraust barna og trúnaðartraust við foreldra. Þar á undan þótti kannski í fínu lagi að flengja smá. Þá þótti gefa góða raun að hræða með Grýlu og kuldabola því hvað er nú meðfærilegra en barið og hrætt barn? Trúlega eru fleiri en ég sem stundum mislíkar ögn hegðun litlu grísanna. Stundum fara þeir jafnvel töluverða vegalengd yfir strikið og æði misjafnt hvernig við sjálf erum upplögð til að höndla uppsteytinn. Göfugri manneskja getur kannski litið á nauðsynlega búðarferð með heimtufrekan krakka síðla dags sem dásamlega upplifun en ekki harðneskjulega þjálfun í jafnaðargeði. Reyndar þekki ég ekkert foreldri sem aldrei hefur dottið í hug eitt örstutt augnablik að taka oggulítið í hnakkadrambið á krakkaorminum. Ekkert er eins yndislegt og sofandi börn. Markmið sæmilega þenkjandi fólks er vitaskuld að hafa góð áhrif á afkvæmi sín og til þess séu yfirvegaðar leiðbeiningar vænlegastar til árangurs. Börn hafa yfirleitt tilhneigingu til að skilja prýðilega ýmsar aðferðir sem eru lausar við bæði ofbeldi og niðurlægingu. Og þó enn eimi eftir af gamaldags uppeldisaðferðum getur varla verið hlutverk dómstóla að leyfa það sem er bannað.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun