Færir Áströlum íslenska einangrun 24. ágúst 2008 03:30 Mystery „Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ákvað að flytja til Melbourne í Ástralíu eftir hvatningu frá stúlku sem ég kynntist þegar ég bjó í Danmörku," segir Sandra Jóhannsdóttir, 26 ára ljósmyndari. Sandra hefur verið búsett í Melbourne síðustu fimm mánuðina, þar sem hún mun opna sína fyrstu ljósmyndasýningu í byrjun september. Sandra nam fyrst ljósmyndun í Ljósmyndaskóla Sissu og vann við tímaritið Veru áður en hún hélt til Danmerkur, þar sem hún lagði stund á nám í stafrænni ljósmyndun í Köbenhavns tekniske skole. „Ég hafði verið með það svona á bakvið eyrað að opna sýningu og hugsaði með mér að viðfangsefnið yrði eflaust ástralskt," útskýrir Sandra. Svo fór þó ekki. „Fyrst eftir að ég kom til Ástralíu var hins vegar alltaf eitthvað að minna mig á Ísland. Múm hélt tónleika, hérna var haldin íslensk kvikmyndahátíð og svo spilaði Sigur rós hérna í byrjun ágúst. Þegar ég fann hvað það virtist vera til staðar mikill áhugi fyrir landinu ákvað ég að hafa yfirskrift ljósmyndasýningarinnar Isolation, eða Einangrun, með myndum frá Íslandi sem sýna samband fólksins og náttúrunnar og hversu dramatískt landið getur verið, en það er einmitt það sem ég elska við Ísland," segir Sandra. Ljósmyndir hennar verða til sýnis í Louey and Lane Gallery í Melbourne, og stendur sýningin yfir frá þriðja til 23. september. Aðspurð segist Sandra njóta lífsins í Melbourne til hins ítrasta. „Borgin er kölluð listamannaborg Ástralíu, enda er menningarlífið mjög áhugavert og það er mikið um tónleika og allskyns listasýningar," segir Sandra, sem kveðst þó stefna á að flytja aftur til landsins þegar eins árs landvistarleyfi hennar í Ástralíu lýkur. „Þá vona ég bara að ég fái tækifæri til að vinna við það sem ég elska að gera - að taka myndir," segir Sandra. alma@frettabladid.is Decay Abandonment Nýtur Lífsins Sandra kann vel við sig í Melbourne, enda borgin oft sögð vera listamannaborg Ástralíu. Myndir/Sandra Jóhannsdóttir íslensk dramatík Dularfullt Jökulsárlón, eyðibýli og yfirgefin þvottavél eru á meðal myndefna Söndru á ljósmyndasýningu hennar í Melbourne, sem hefur yfirskriftina Einangrun.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira