1968 Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 13. maí 2008 07:00 Vorið 1968 var kalt víða um land en það var bjart vor í hjörtum víða um lönd. Bylgja andófs reis um allan heim þetta sumar og náði hingað norður líka. Þessa vors hefur verið minnst æ síðan: óskilgreind kynslóð við það kennd sem nú situr valdastóla heimsins. Um þessar mundir reyna menn að greina þær ástæður sem lágu til grundvallar þessum hræringatímum: Í stríðshrjáðri Evrópu hafði mannskepnan brugðið við fórnum stríðsins með barneignum. Herskylda var horfin og valdahlutföllum var haldið í álfunni með amerísku hernámsliði. Átök um yfirráð gamalla nýlenda voru víða hörð og bandaríska heimsveldið og það sovéska héldu fast um sín áhrifasvæði. Neyslusamfélagið var orðið til og nýr þjóðfélagshópur, unga kynslóðin, fann til sín, skóp sína eigin menningarkima sem teygðu úr sér. Hin fornu gildi borgarabyltinganna urðu aftur bráðlifandi; frelsi, jafnrétti og bræðralag. Nýir sprotar á fornum meiðum. Réttindahreyfingar urðu til með nýjum andlitum, kvennahreyfingin reis upp, barátta samkynhneigðra var að kvikna og ritfrelsið sótti fram í löndum þar sem enn var ritskoðun; jafnvel í gömlum löndum eins og Bretlandi hristu menn af sér hlekki ritskoðunar. Skömmtunarár sem varað höfðu allt frá stríðstímanum voru loks að baki. Og samfara þessum kröfum óx mannréttindahreyfingum vestanhafs fiskur um hrygg. Krafa dagsins var meira lýðræði, viðurkenning á rétti andófsins, krafa um hraðari endurnýjun náms í öldnum háskólum. Og þessum óskatímum fylgdi heimting á sjálfstæðara lífi í tilfinningum og samlífi. Í gær ítrekaði kaþólska kirkjan umburðarbréf páfa fjörutíu ára gamalt sem lagðist gegn getnaðarvörnum. Þar á bæ eru menn enn við sama heygarðshornið og hafa ekkert lært. Þótt umrótið kæmi frá vinstri og teygði sig í átt að miðju hafði hreyfingin frá '68 áhrif lengt til hægri: nýfrjálshyggjan spratt sumpart af þessum hræringum og birtist hér á landi í kunnri kröfu ungra hægrimanna: Báknið burt. Víst má rekja margar hugmyndir '68 lengra aftur: Port Huron-yfirlýsing bandarísku stúdentasamtakanna SDS frá 1962 er merkilegur vitnisburður um margar þær hugsjónir sem voru á ferðinni næsta áratuginn og raunar er margt í því plaggi sem vísar enn á mörg þau álitefni sem efst eru á baugi í umræðu okkar daga. Við erum þannig öll með einum eða öðrum hætti af '68-kynslóðinni, jafnvel þeir sem hæst tala af fyrirlitningu um þessa hugsjónaríku daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Vorið 1968 var kalt víða um land en það var bjart vor í hjörtum víða um lönd. Bylgja andófs reis um allan heim þetta sumar og náði hingað norður líka. Þessa vors hefur verið minnst æ síðan: óskilgreind kynslóð við það kennd sem nú situr valdastóla heimsins. Um þessar mundir reyna menn að greina þær ástæður sem lágu til grundvallar þessum hræringatímum: Í stríðshrjáðri Evrópu hafði mannskepnan brugðið við fórnum stríðsins með barneignum. Herskylda var horfin og valdahlutföllum var haldið í álfunni með amerísku hernámsliði. Átök um yfirráð gamalla nýlenda voru víða hörð og bandaríska heimsveldið og það sovéska héldu fast um sín áhrifasvæði. Neyslusamfélagið var orðið til og nýr þjóðfélagshópur, unga kynslóðin, fann til sín, skóp sína eigin menningarkima sem teygðu úr sér. Hin fornu gildi borgarabyltinganna urðu aftur bráðlifandi; frelsi, jafnrétti og bræðralag. Nýir sprotar á fornum meiðum. Réttindahreyfingar urðu til með nýjum andlitum, kvennahreyfingin reis upp, barátta samkynhneigðra var að kvikna og ritfrelsið sótti fram í löndum þar sem enn var ritskoðun; jafnvel í gömlum löndum eins og Bretlandi hristu menn af sér hlekki ritskoðunar. Skömmtunarár sem varað höfðu allt frá stríðstímanum voru loks að baki. Og samfara þessum kröfum óx mannréttindahreyfingum vestanhafs fiskur um hrygg. Krafa dagsins var meira lýðræði, viðurkenning á rétti andófsins, krafa um hraðari endurnýjun náms í öldnum háskólum. Og þessum óskatímum fylgdi heimting á sjálfstæðara lífi í tilfinningum og samlífi. Í gær ítrekaði kaþólska kirkjan umburðarbréf páfa fjörutíu ára gamalt sem lagðist gegn getnaðarvörnum. Þar á bæ eru menn enn við sama heygarðshornið og hafa ekkert lært. Þótt umrótið kæmi frá vinstri og teygði sig í átt að miðju hafði hreyfingin frá '68 áhrif lengt til hægri: nýfrjálshyggjan spratt sumpart af þessum hræringum og birtist hér á landi í kunnri kröfu ungra hægrimanna: Báknið burt. Víst má rekja margar hugmyndir '68 lengra aftur: Port Huron-yfirlýsing bandarísku stúdentasamtakanna SDS frá 1962 er merkilegur vitnisburður um margar þær hugsjónir sem voru á ferðinni næsta áratuginn og raunar er margt í því plaggi sem vísar enn á mörg þau álitefni sem efst eru á baugi í umræðu okkar daga. Við erum þannig öll með einum eða öðrum hætti af '68-kynslóðinni, jafnvel þeir sem hæst tala af fyrirlitningu um þessa hugsjónaríku daga.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun