Körfubolti

NBA í nótt: Sextán sigurleikir hjá Boston í röð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chris Paul setti met í nótt.
Chris Paul setti met í nótt.

Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chris Paul náði að slá met Alvin Robertson með því að stela bolta 106. deildarleikinn í röð þegar New Orleans vann San Antonio Spurs 90-83. Gamla metið hafði staðið síðan 1986.

David West var stigahæstur hjá Hornets með 21 stig og 9 fráköst en Chris Paul var með 19 stig, 12 stoðsendingar og 1 varið skot. Hjá Spurs var Tony Parker með 20 stig en Tim Duncan 16.

Boston Celtics náði að vinna sextánda leik sinn í röð þegar liðið vann nauman sigur á útivelli gegn Atlanta Hawks 88-85. Kevin Garnett var með 18 stig fyrir Boston en Joe Johnson var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig. Boston hefur aldrei byrjað tímabilið eins vel í NBA.

Indiana vann Golden State 127-120. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir Golden State en stigahæstur hjá Indiana var Danny Granger með 41 stig.

Philadelphia vann Milwaukee 93-88. Lou Williams var með 25 stig fyrir Philadelphia.

Dallas vann Toronto Raptors á útivelli 96-86. Jermaine O´Neal skoraði 19 stig fyrir Toronto en stigahæstir í sigurliði Dallas voru Jason Terry og Dirk Nowitzki sem skoruðu 27 stig hvor.

Detroit Pistons vann Washington Wizards 88-74. Allen Iverson var með 28 stig fyrir Detroit.

Utah Jazz vann New Jersey Nets á útivelli 103-92. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey en í sigurliði Utah var Mehmet Okur stigahæstur með 23 stig.

Cleveland Cavaliers vann útisigur á Minnestota 83-70. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Al Jefferson 20 stig fyrir Minnesota.

Þá vann Chicago Bulls 115-109 sigur á LA Clippers. Andres Nocioni og Ben Gordon voru með 22 stig hvor í liði Chicago en Zach Randolph skoraði mest fyrir Clippers eða 30 stig.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×