Körfubolti

Teitur Örlygsson þjálfar Stjörnuna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Teitur sem þjálfari Njarðvíkur.
Teitur sem þjálfari Njarðvíkur.

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Teit Örlygsson um að taka við þjálfun liðsins. Frá þessu er greint á heimasíðu Garðabæjarliðsins.

Hann tekur við af Braga Magnússyni sem var látinn taka pokann sinn á dögunum en Stjarnan er í næstneðsta sæti Iceland Express deildarinnar.

Teitur varð margfaldur Íslands- og bikarmeistari sem leikmaður Njarðvíkur en hann þjálfaði liðið síðasta tímabil. Teitur mun sitja á bekknum með þeim Jóni Kr. Gíslasyni og Eyjólfi Jónssyni sem stjórna leiknum í kvöld gegn FSu og mun hann svo taka formlega við Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn ÍBV í bikarkeppninni á laugardaginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×