Körfubolti

Skoraði 30 stig handarbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cedric Isom hélt heim til Bandaríkjanna í jólafrí í gifsi.
Cedric Isom hélt heim til Bandaríkjanna í jólafrí í gifsi. Mynd/Heimasíða Þórs
Cedric Isom, leikmaður Þórs í körfubolta, verður frá næstu 4-6 vikurnar að minnsta kosti þar sem hann er með brotið bein í handarbaki.

Á fimmtudagskvöldið mætti Þór liði KR þar sem Isom fékk högg á hendina strax í fyrsta leikhluta. Hann lét þó það ekki á sig fá og skipti bara um skothendi. Hann kláraði leikinn og var stigahæstur leikmanna Þórs með 30 stig en KR vann leikinn, 97-69.

Isom gerði sér ekki í fyrstu grein fyrir hversu alvarleg meiðslin væru en hann bólgnaði mikið aðfaranótt föstudags og var fluttur á sjúkrahús þar sem beinbrotið kom í ljós.

Segir á heimasíðu Þórs að ekki sé endanlega ljóst hversu alvarleg meiðslin eru og gæti farið svo að hann missi af öllu tímabilinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem Þórsarar þurfa að glíma við meiðsli en bæði þeir Óðinn Ásgeirsson og Hrafn Hóhannesson hafa átt við meiðsli að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×