Krabbakökur vinsælar 11. september 2008 06:00 ljúffengar krabbakökur Sveinn Kjartansson á Fylgifiskum býður upp á uppskrift að krabbakökum. fréttablaðið/heiða Krabbakjöt er afar bragðgott og mikið notað víða um heim. Fylgifiskar bjóða viðskiptavinum reglulega upp á krabbakökur með austurlenskum áhrifum, sem Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og einn eigenda Fylgifiska, segir leggjast afar vel í fólk. „Við höfum aðlagað svona asískar eða austurlenskar krabbakökur svolítið að okkur," útskýrir Sveinn, sem tekur undir að fólk geti verið dálítið feimið við krabbakjöt. „Ég hugsa að það sé nú bara af því að hefðin fyrir því að borða krabbakjöt hefur ekki verið nógu sterk hjá Íslendingum, en alls staðar í kringum okkur er krabbi mikið notaður," segir Sveinn, sem lætur hér í té uppskrift að kökunum. 400 g ýsa 400 g krabbakjöt 200 g surimi 1 stk. rauðlaukur 3 stk. hvítlauksrif 2 stk. rauð chilialdin 2 msk. sæt chilisósa 2 msk. sesamolía 4 límónulauf ca 30 g kóriander ca 30 g sæt basilika 1 msk. grænmetiskraftur 4 msk. sesamfræ nýmalaður pipar og salt eftir smekk 2 msk. hveiti 3 msk. pankó-rasp Olía til steikingar Maukið ýsu, krabbakjöt, surimi, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél. Smátt söxuðu chili, kóríander, basil og límónulaufum bætt út í hakkið, ásamt sætri chilisósu og sesamolíu. Hrærið vel saman, bætið grænmetiskrafti og sesamfræjum út í. Saltið og piprið eftir smekk. Bætið síðast í hakkið hveiti og pankó-raspi. Steikið í heitri olíu. Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið
Krabbakjöt er afar bragðgott og mikið notað víða um heim. Fylgifiskar bjóða viðskiptavinum reglulega upp á krabbakökur með austurlenskum áhrifum, sem Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og einn eigenda Fylgifiska, segir leggjast afar vel í fólk. „Við höfum aðlagað svona asískar eða austurlenskar krabbakökur svolítið að okkur," útskýrir Sveinn, sem tekur undir að fólk geti verið dálítið feimið við krabbakjöt. „Ég hugsa að það sé nú bara af því að hefðin fyrir því að borða krabbakjöt hefur ekki verið nógu sterk hjá Íslendingum, en alls staðar í kringum okkur er krabbi mikið notaður," segir Sveinn, sem lætur hér í té uppskrift að kökunum. 400 g ýsa 400 g krabbakjöt 200 g surimi 1 stk. rauðlaukur 3 stk. hvítlauksrif 2 stk. rauð chilialdin 2 msk. sæt chilisósa 2 msk. sesamolía 4 límónulauf ca 30 g kóriander ca 30 g sæt basilika 1 msk. grænmetiskraftur 4 msk. sesamfræ nýmalaður pipar og salt eftir smekk 2 msk. hveiti 3 msk. pankó-rasp Olía til steikingar Maukið ýsu, krabbakjöt, surimi, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél. Smátt söxuðu chili, kóríander, basil og límónulaufum bætt út í hakkið, ásamt sætri chilisósu og sesamolíu. Hrærið vel saman, bætið grænmetiskrafti og sesamfræjum út í. Saltið og piprið eftir smekk. Bætið síðast í hakkið hveiti og pankó-raspi. Steikið í heitri olíu.
Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið