Virði fólks mælt í bílum 30. apríl 2008 00:01 Bjarni Haukur Þórsson fékk hugmyndina að einleiknum Hvers virði er ég? þegar hann var staddur í veislu með auðmönnum. Þar dregur hann upp skoplega mynd af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar. Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar.
Héðan og þaðan Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira