Óður Birtu til jarðarinnar 11. september 2008 04:00 Birta Guðjónsdóttir opnar sýningu í Gallery Turpentine á morgun. Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira