Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði 4. maí 2008 12:55 Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent
Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr. Bílaframleiðandinn Tesla hefur unnið að þróun bílsins í nokkur ár en þeir fyrstu munu koma á almennan markað í næstu viku í Kaliforníu. Þeir sem prufukeyrt hafa bílinn segja að það sé eins og að sitja í þotu er hann tekur af stað. Helgast það af því að allur krafturinn úr rafhlöðunum er til umráða um leið og bílnum er startað. Tesla Roadster er innan við fjórar sekúndur úr kyrrstöðu og upp í 100 km hraða. Hámarkshraðinn er rúmlega 200 km á klst. og hægt er að aka honum nær 400 km án þess að þurfa að endurhlaða rafhlöðurnar.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent