Hildur fatahönnuður í nýjasta hefti Vogue 7. október 2008 08:00 Fjallað verður um Hildi Björk í næsta hefti tímaritsins Vogue í Portúgal. fréttablaðið/arnþór Vegleg umfjöllun verður um fatahönnuðinn og tískuteiknarann Hildi Björk Yeoman í nýjasta hefti tímaritsins Vogue í Portúgal. Blaðamaður tímaritsins sá einkasýningu Hildar Bjarkar í versluninni Kronkron á Laugavegi og leist rosalega vel á það sem fyrir augu bar. „Hann ætlar að hafa ítarlega umfjöllun um þetta í blaðinu og fullt af myndum. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Hildur, sem viðurkennir að um mikinn heiður sé að ræða. Eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands hefur Hildur gert fjölda tískuteikninga fyrir hin og þessi fyrirtæki, þar á meðal Thelmu-design, breska undirfatamerkið Lascivious, undirfataverslunina Systur og tískuvöruverslunina Trilogiu. Hún hannar einnig heklaðar töskur úr nótagarni og silkiflauelsklúta sem hún selur í Kronkron. Ein töskutegundin er eins og púðluhundur í laginu og hefur hún vakið mikla athygli. „Það er dálítið fyndið að vera „decadent“-tösku úr síldarnótagarni,“ segir hún og hlær. „Ég hitti í sumar nokkra gamla sjóara og þeir voru ekkert smá hissa að ég notaði nótagarn.“ Sýningu Hildar lýkur á fimmtudag en hún hefur staðið yfir frá menningarnótt. Um fyrstu einkasýningu hennar er að ræða, auk þess sem þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sýnir tískuteikningar hérlendis. „Þetta er ekkert óvanalegt úti en tískusenan á Íslandi er svo ung. Hún er kannski ekki komin á þetta stig enn þá en það er að gerast,“ segir hún. - fb Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið
Vegleg umfjöllun verður um fatahönnuðinn og tískuteiknarann Hildi Björk Yeoman í nýjasta hefti tímaritsins Vogue í Portúgal. Blaðamaður tímaritsins sá einkasýningu Hildar Bjarkar í versluninni Kronkron á Laugavegi og leist rosalega vel á það sem fyrir augu bar. „Hann ætlar að hafa ítarlega umfjöllun um þetta í blaðinu og fullt af myndum. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir Hildur, sem viðurkennir að um mikinn heiður sé að ræða. Eftir útskrift frá Listaháskóla Íslands hefur Hildur gert fjölda tískuteikninga fyrir hin og þessi fyrirtæki, þar á meðal Thelmu-design, breska undirfatamerkið Lascivious, undirfataverslunina Systur og tískuvöruverslunina Trilogiu. Hún hannar einnig heklaðar töskur úr nótagarni og silkiflauelsklúta sem hún selur í Kronkron. Ein töskutegundin er eins og púðluhundur í laginu og hefur hún vakið mikla athygli. „Það er dálítið fyndið að vera „decadent“-tösku úr síldarnótagarni,“ segir hún og hlær. „Ég hitti í sumar nokkra gamla sjóara og þeir voru ekkert smá hissa að ég notaði nótagarn.“ Sýningu Hildar lýkur á fimmtudag en hún hefur staðið yfir frá menningarnótt. Um fyrstu einkasýningu hennar er að ræða, auk þess sem þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sýnir tískuteikningar hérlendis. „Þetta er ekkert óvanalegt úti en tískusenan á Íslandi er svo ung. Hún er kannski ekki komin á þetta stig enn þá en það er að gerast,“ segir hún. - fb
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið