Viðskipti innlent

Færeyingarnir tóku daginn

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 2,74 prósent í Kauphöllinni í dag. Fast á hæla þess var gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hækkaði um 2,43 prósent. Talsvert á hæla þeirra var gengi bréfa í Alfesca, sem hækkaði um rétt rúmt prósent. Að öðru leyti einkenndi lækkun viðskiptadaginn á hlutabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa í Existu lækkaði um 1,97 prósent, í Bakkavör um 1,88 prósent, Færeyjabanki fór niður um 1,25 prósent og Century Aluminum um 1,22 prósent.

Gengi bréfa í Atorku, Glitni, Marel, Landsbankanum, Eimskipafélaginu og Kaupþingi lækkaði um tæpt prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,45 prósent og endaði í 4.189 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×