Viðskipti innlent

Century Aluminum hækkaði mest í dag

Úr álverinu á Grundartanga.
Úr álverinu á Grundartanga.
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hækkað um 5,8 prósent í Kauphöllinni í dag. Á móti féll gengi Existu um tíu prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Glitni um 5,2 prósent, Færeyjabanka um 1,19 prósent og Spron um 1,15 prósent. Exista fór niður um 10,8 prósent, Straumur féll um 6,3 prósent, Bakkavör um 6,3 prósent og Eik banki um 3,5 prósent. Þá féll gengi bréfa í Icelandair um 2,4 prósent, og Marel Food Systems um 2,1 prósent. Hlutabréf Landsbankans, Atlantic Petroleum, Össurar, Alfesca, Kaupþings og Atorku lækkuðu minna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,69 prósent og stendur hún í 3.338 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×