Vindingar Þorsteinn Pálsson skrifar 9. september 2008 06:00 Upplýst hefur verið að gera eigi breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf. Markmiðið mun vera að takmarka hversu langt sú stofnun má ganga í að niðurgreiða auglýsingar með ríkisstyrkjum. Lengi hefur verið ljóst að Ríkisútvarpið fylgdi ekki réttum leikreglum samkeppnisréttarins. Þegar stofnuninni var breytt í hlutafélag varð þessi skekkja enn meiri en fyrr. Eftir þeim yfirlýsingum sem gefnar hafa verið virðist þó ekki standa til að Ríkisútvarpið ohf. eigi að fara eftir almennum samkeppnisreglum. Af því má ráða að finna eigi með pólitísku mati leið til að draga úr þeim samkeppnistruflunum sem nú eru á þessum markaði vegna ákvarðana Alþingis. Þegar frumvarpið um Ríkisútvarpið ohf. var til meðferðar á Alþingi gerði Samkeppniseftirlitið rækilega grein fyrir því með hvaða hætti ríkisvaldið væri með framgangi þess að ganga á svig við þær samkeppnisreglur sem það sjálft hafði sett. Á þau aðvörunarorð var ekki hlustað. Þvert á móti var því beinlínis lýst yfir af hálfu þáverandi ríkisstjórnarflokka að almennar samkeppnisreglur ættu ekki við á þessu sviði fjölmiðlunar. Nú er til lokameðferðar á Alþingi frumvarp að nýjum lögum um sjúkratryggingar. Það hefur að geyma markverð nýmæli í opinberri heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að beita nýjum aðferðum með það að markmkði að fá meira fyrir hverja krónu sem til málaflokksins er varið. Engin áform eru um að einkavæða þá opinberu heilbrigðisþjónustu sem sannarlega er hryggjarstykki kerfisins. Við meðferð þessa máls á Alþingi hefur því verið lýst yfir af hálfu núverandi stjórnarflokka að reglur samkeppnisréttarins eigi að taka til þeirrar þjónustu sem ný lög munu mæla fyrir um. Þetta á ekki að draga úr því þjónustustigi sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma að skuli vera á höndum opinberra aðila. En með þessu eru leikreglurnar gagnvart einkaaðilum á heilbrigðismarkaðnum fastákveðnar í samræmi við almennar grundvallarreglur þar að lútandi. Það sem er líkt með útvarpsþjónustu og heilbrigðisþjónustu í landinu er þetta: Á báðum sviðum leikur ríkið stærsta hlutverkið. Þjónusta einkaaðila er minni en samt sem áður nauðsynlegur þáttur í heildarmyndinni. Á báðum sviðum væri almannaþjónustan rýrari í roðinu ef hennar nyti ekki við. Það sem er ólíkt með þessum þjónustugreinum er hins vegar þetta: Á útvarpsmarkaðnum gilda ekki almennar reglur samkeppnisréttarins þegar ríkið á í hlut. Samtímis þykir hins vegar rétt og sjálfsagt að þær taki til heilbrigðismarkaðarins. Ekki verður þó með gildum rökum sagt að hann sé síður viðkvæmur fyrir pólitískum tilfinningum en útvarpsmarkaðurinn. Þessi tvö dæmi sýna hversu mikilvægt það er að stjórnvöld byggi á grundvallarreglum við lagasmíð en ekki geðþóttasjónarmiðum. Þegar grundvallarreglurnar gleymast er jafnan hætta á að menn lendi í mótsögn við sjálfa sig. Það er ennfremur bæði ógott og til ósættis fallið þegar grundvallarhugmyndir eru virtar eftir því sem henta þykir hverju sinni. Þeir eru mjög fáir sem vilja koma ríkisútvarpi fyrir kattarnef. En þeir eru margir sem vilja að samkeppnisrekstur þess lúti almennum reglum þar um. Það krefst mikilla vindinga að skýra hvers vegna samkeppnisreglur mega ná til heilbrigðisþjónustu en ekki útvarpsþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Upplýst hefur verið að gera eigi breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf. Markmiðið mun vera að takmarka hversu langt sú stofnun má ganga í að niðurgreiða auglýsingar með ríkisstyrkjum. Lengi hefur verið ljóst að Ríkisútvarpið fylgdi ekki réttum leikreglum samkeppnisréttarins. Þegar stofnuninni var breytt í hlutafélag varð þessi skekkja enn meiri en fyrr. Eftir þeim yfirlýsingum sem gefnar hafa verið virðist þó ekki standa til að Ríkisútvarpið ohf. eigi að fara eftir almennum samkeppnisreglum. Af því má ráða að finna eigi með pólitísku mati leið til að draga úr þeim samkeppnistruflunum sem nú eru á þessum markaði vegna ákvarðana Alþingis. Þegar frumvarpið um Ríkisútvarpið ohf. var til meðferðar á Alþingi gerði Samkeppniseftirlitið rækilega grein fyrir því með hvaða hætti ríkisvaldið væri með framgangi þess að ganga á svig við þær samkeppnisreglur sem það sjálft hafði sett. Á þau aðvörunarorð var ekki hlustað. Þvert á móti var því beinlínis lýst yfir af hálfu þáverandi ríkisstjórnarflokka að almennar samkeppnisreglur ættu ekki við á þessu sviði fjölmiðlunar. Nú er til lokameðferðar á Alþingi frumvarp að nýjum lögum um sjúkratryggingar. Það hefur að geyma markverð nýmæli í opinberri heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er að beita nýjum aðferðum með það að markmkði að fá meira fyrir hverja krónu sem til málaflokksins er varið. Engin áform eru um að einkavæða þá opinberu heilbrigðisþjónustu sem sannarlega er hryggjarstykki kerfisins. Við meðferð þessa máls á Alþingi hefur því verið lýst yfir af hálfu núverandi stjórnarflokka að reglur samkeppnisréttarins eigi að taka til þeirrar þjónustu sem ný lög munu mæla fyrir um. Þetta á ekki að draga úr því þjónustustigi sem stjórnvöld ákveða á hverjum tíma að skuli vera á höndum opinberra aðila. En með þessu eru leikreglurnar gagnvart einkaaðilum á heilbrigðismarkaðnum fastákveðnar í samræmi við almennar grundvallarreglur þar að lútandi. Það sem er líkt með útvarpsþjónustu og heilbrigðisþjónustu í landinu er þetta: Á báðum sviðum leikur ríkið stærsta hlutverkið. Þjónusta einkaaðila er minni en samt sem áður nauðsynlegur þáttur í heildarmyndinni. Á báðum sviðum væri almannaþjónustan rýrari í roðinu ef hennar nyti ekki við. Það sem er ólíkt með þessum þjónustugreinum er hins vegar þetta: Á útvarpsmarkaðnum gilda ekki almennar reglur samkeppnisréttarins þegar ríkið á í hlut. Samtímis þykir hins vegar rétt og sjálfsagt að þær taki til heilbrigðismarkaðarins. Ekki verður þó með gildum rökum sagt að hann sé síður viðkvæmur fyrir pólitískum tilfinningum en útvarpsmarkaðurinn. Þessi tvö dæmi sýna hversu mikilvægt það er að stjórnvöld byggi á grundvallarreglum við lagasmíð en ekki geðþóttasjónarmiðum. Þegar grundvallarreglurnar gleymast er jafnan hætta á að menn lendi í mótsögn við sjálfa sig. Það er ennfremur bæði ógott og til ósættis fallið þegar grundvallarhugmyndir eru virtar eftir því sem henta þykir hverju sinni. Þeir eru mjög fáir sem vilja koma ríkisútvarpi fyrir kattarnef. En þeir eru margir sem vilja að samkeppnisrekstur þess lúti almennum reglum þar um. Það krefst mikilla vindinga að skýra hvers vegna samkeppnisreglur mega ná til heilbrigðisþjónustu en ekki útvarpsþjónustu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun