Hver á að taka á móti börnunum? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. júlí 2008 06:00 Um helmingur ljósmæðra í landinu hefur sagt upp störfum. Samningar þeirra eru sem kunnugt er lausir en ekki mun standa til að halda næsta samningafund í kjaradeilunni þeirra við ríkið fyrr en um miðbik næsta mánaðar. Þetta er viðkvæm staða sem veldur kvíða hjá þeim sem síst skyldi, verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Nokkur ævintýraljómi hvílir yfir ljósmóðurstarfinu. Allir hafa heyrt fallegar sögur af ljósmæðrum sem brugðust hárrétt við á örlagastundu. Þessar sögur eru frá öllum tímum, úr samtímanum jafnt sem frá fyrri öldum þegar ljósmæður börðust í öllum veðrum heim til fæðandi kvenna og komu jafnvel heim í sinn eigin barnahóp með barnið sem þær höfðu tekið á móti, eða eldra systkini þess, ef þröngt var í búi þar sem þær höfðu verið að sinna störfum sínum. Það er því í raun merkilegt, jafn mikillar virðingar og starf ljósmæðra nýtur í samfélaginu, hversu illa gengur að fá það metið að verðleikum til launa. Til að fá réttindi til ljósmóðurstarfa þarf embættispróf á meistarastigi. Að baki því prófi liggur hvorki meira né minna en sex ára háskólanám, fjögur í hjúkrun og tvö til viðbótar í ljósmóðurfræðum. Ljóst er að laun ljósmæðra eru í engu samræmi við þessa miklu menntun þeirra. Líklega er engin stétt jafnafdráttarlaus kvennastétt og ljósmæður og því miður verður að leiða líkur að því að það sé sú staðreynd sem stendur þeim svona áþreifanlega fyrir þrifum í launabaráttunni. Það er háalvarlegt mál ef launakjör ljósmæðra eru svo bág að þau koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar bæti við sig ljósmóðurnámi. Fram hefur komið að nærfellt helmingur allra starfandi ljósmæðra muni fara á eftirlaun á næstu tíu árum og þegar er ljóst að haldi fram sem horfir verður nýliðun í starfi ekki næg til að mæta þessu. Því er afar brýnt að gengið verði til samninga við ljósmæður á nýjum forsendum, á nútímaforsendum sem byggja á menntun þeirra og gríðarlegri ábyrgð. Að virða starf ljósmæðra til launa er jafnframt mikilsvert skref í jafnréttisbaráttunni. Mikið ríður á að samningar náist áður en til þess kemur að þær ljósmæður sem nú hafa sagt upp störfum hverfa út af vinnustöðum sínum. Þetta skiptir öllu máli þegar litið er til allra næstu mánaða. Til lengri tíma litið er svo lykilatriði að það verði ákjósanlegur kostur fyrir útskrifaða hjúkrunarfræðinga, bæði unga og lítt reynda og eldri og reyndari, að hefja nám í ljósmóðurfræðum með það fyrir augum að helga sig því stórmerkilega starfi sem það er að taka á móti börnum. Ljósmóðurstarfið er nefnilega ekki minna göfugt þó að það sé metið að verðleikum til launa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Um helmingur ljósmæðra í landinu hefur sagt upp störfum. Samningar þeirra eru sem kunnugt er lausir en ekki mun standa til að halda næsta samningafund í kjaradeilunni þeirra við ríkið fyrr en um miðbik næsta mánaðar. Þetta er viðkvæm staða sem veldur kvíða hjá þeim sem síst skyldi, verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra. Nokkur ævintýraljómi hvílir yfir ljósmóðurstarfinu. Allir hafa heyrt fallegar sögur af ljósmæðrum sem brugðust hárrétt við á örlagastundu. Þessar sögur eru frá öllum tímum, úr samtímanum jafnt sem frá fyrri öldum þegar ljósmæður börðust í öllum veðrum heim til fæðandi kvenna og komu jafnvel heim í sinn eigin barnahóp með barnið sem þær höfðu tekið á móti, eða eldra systkini þess, ef þröngt var í búi þar sem þær höfðu verið að sinna störfum sínum. Það er því í raun merkilegt, jafn mikillar virðingar og starf ljósmæðra nýtur í samfélaginu, hversu illa gengur að fá það metið að verðleikum til launa. Til að fá réttindi til ljósmóðurstarfa þarf embættispróf á meistarastigi. Að baki því prófi liggur hvorki meira né minna en sex ára háskólanám, fjögur í hjúkrun og tvö til viðbótar í ljósmóðurfræðum. Ljóst er að laun ljósmæðra eru í engu samræmi við þessa miklu menntun þeirra. Líklega er engin stétt jafnafdráttarlaus kvennastétt og ljósmæður og því miður verður að leiða líkur að því að það sé sú staðreynd sem stendur þeim svona áþreifanlega fyrir þrifum í launabaráttunni. Það er háalvarlegt mál ef launakjör ljósmæðra eru svo bág að þau koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar bæti við sig ljósmóðurnámi. Fram hefur komið að nærfellt helmingur allra starfandi ljósmæðra muni fara á eftirlaun á næstu tíu árum og þegar er ljóst að haldi fram sem horfir verður nýliðun í starfi ekki næg til að mæta þessu. Því er afar brýnt að gengið verði til samninga við ljósmæður á nýjum forsendum, á nútímaforsendum sem byggja á menntun þeirra og gríðarlegri ábyrgð. Að virða starf ljósmæðra til launa er jafnframt mikilsvert skref í jafnréttisbaráttunni. Mikið ríður á að samningar náist áður en til þess kemur að þær ljósmæður sem nú hafa sagt upp störfum hverfa út af vinnustöðum sínum. Þetta skiptir öllu máli þegar litið er til allra næstu mánaða. Til lengri tíma litið er svo lykilatriði að það verði ákjósanlegur kostur fyrir útskrifaða hjúkrunarfræðinga, bæði unga og lítt reynda og eldri og reyndari, að hefja nám í ljósmóðurfræðum með það fyrir augum að helga sig því stórmerkilega starfi sem það er að taka á móti börnum. Ljósmóðurstarfið er nefnilega ekki minna göfugt þó að það sé metið að verðleikum til launa.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun