Allir borða plokkfiskinn 24. október 2008 06:00 „Plokkfiskur er í uppáhaldi hjá dætrum mínum núna og plokkfisk-lasagna er mjög vinsælt,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson en hann er sjálfur mjög hrifinn af fiski og ólst upp vestur á fjörðum þar sem hann stundaði sjóinn á trillu með föður sínum. „Það hefur reynst erfiðara að koma stelpunum mínum upp á þetta, en það er að takast núna með góðum árangri. Plokkfisk-lasagnað er á tilraunastigi en uppistaðan er hefðbundinn plokkfiskur, lasagna-plötur og svo fullt af grænmeti.“ Steinn Óskar tók við forstöðustarfi veitingasviðs Manns lifandi í haust en áður hafði hann unnið á ýmsum veitingastöðum og var oft ekki kominn heim fyrr en eftir miðnætti. Í dag segist hann geta sameinað matreiðsluna, heilsuna og fjölskylduna. „Ég er heima á kvöldin núna og elda því mun meira og fæ aðstoð frá stelpunum mínum. Þær eru rosa áhugasamar og miðstelpan mín ætlar að verða „eldavélakona“. Henni finnst orðið kokkur ekki eiga við konur svo hún bjó þetta til sjálf. Ég er ánægður með það, kokkastéttin er hálfgert karlaveldi hér á landi.“ Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður hjá Manni lifandi, ásamt dætrum sínum, Söndru Dögg, 11 ára, Maríu Ósk, 5 ára, og Dagnýju Sól, 5 mánaða.Fréttablaðið/arnþór Spurður hvort hann sé jafn duglegur að ganga frá í eldhúsinu og að elda segir hann gott skipulag á þeim málum á heimilinu. „Frágangurinn er partur af eldhúsverkunum og ég kvarta ekkert undan því. Han skiptist á alla á heimilinu og dæturnar eiga sinn dag þar sem þær taka saman í eldhúsinu meðan mamma og pabbi horfa á fréttirnar.“ Steini líkar vel í starfi sínu sem matreiðslumaður á Manni lifandi og segist aldrei uppiskroppa með hugmyndir að uppskriftum. „Stærsti kosturinn við þetta starf er að það er aldrei verið að gera það sama. Þótt maður sé með sama hráefnið í höndunum dettur manni alltaf eitthvað nýtt í hug að búa til." Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið
„Plokkfiskur er í uppáhaldi hjá dætrum mínum núna og plokkfisk-lasagna er mjög vinsælt,“ segir Steinn Óskar Sigurðsson en hann er sjálfur mjög hrifinn af fiski og ólst upp vestur á fjörðum þar sem hann stundaði sjóinn á trillu með föður sínum. „Það hefur reynst erfiðara að koma stelpunum mínum upp á þetta, en það er að takast núna með góðum árangri. Plokkfisk-lasagnað er á tilraunastigi en uppistaðan er hefðbundinn plokkfiskur, lasagna-plötur og svo fullt af grænmeti.“ Steinn Óskar tók við forstöðustarfi veitingasviðs Manns lifandi í haust en áður hafði hann unnið á ýmsum veitingastöðum og var oft ekki kominn heim fyrr en eftir miðnætti. Í dag segist hann geta sameinað matreiðsluna, heilsuna og fjölskylduna. „Ég er heima á kvöldin núna og elda því mun meira og fæ aðstoð frá stelpunum mínum. Þær eru rosa áhugasamar og miðstelpan mín ætlar að verða „eldavélakona“. Henni finnst orðið kokkur ekki eiga við konur svo hún bjó þetta til sjálf. Ég er ánægður með það, kokkastéttin er hálfgert karlaveldi hér á landi.“ Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður hjá Manni lifandi, ásamt dætrum sínum, Söndru Dögg, 11 ára, Maríu Ósk, 5 ára, og Dagnýju Sól, 5 mánaða.Fréttablaðið/arnþór Spurður hvort hann sé jafn duglegur að ganga frá í eldhúsinu og að elda segir hann gott skipulag á þeim málum á heimilinu. „Frágangurinn er partur af eldhúsverkunum og ég kvarta ekkert undan því. Han skiptist á alla á heimilinu og dæturnar eiga sinn dag þar sem þær taka saman í eldhúsinu meðan mamma og pabbi horfa á fréttirnar.“ Steini líkar vel í starfi sínu sem matreiðslumaður á Manni lifandi og segist aldrei uppiskroppa með hugmyndir að uppskriftum. „Stærsti kosturinn við þetta starf er að það er aldrei verið að gera það sama. Þótt maður sé með sama hráefnið í höndunum dettur manni alltaf eitthvað nýtt í hug að búa til."
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið